Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

Frábær dagur í gær, opnuðum kosningaskrifstofur á Seyðisfirði og á Egilsstöðum, flottar og notalegar skrifstofur og það sem var best, þær voru stoppfullar af fólki.

Á Seyðisfirði borðuðum við heilsufæði í hádeginu og á Egilsstöðum fengum við okkur kökur og kaffi, Tónlistarskólinn á Seyðisfirði var með frábær tónlistaratriði á Héraðinu og svo var auðvitað rætt um pólitík og baráttuandinn barinn mönnum í brjóst.

Það var gott veganesti inn í daginn að vakna við fréttirnar um stóraukið fylgi. Sennilega er fólk að átta sig á því að það er best að kjósa ekta en ekki grímuklædda flokka sem klæða sig í bleikt 21 degi fyrir kosningar!!!

Jafnaðarmenn verða á vappi í bænum í dag, finn strax hvað andblærinn er notalegur....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Gleðilegt sumar! Já, og gleðilegar kosningar fyrir austan eftir nokkrar vikur 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 20.4.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband