Leita í fréttum mbl.is

Jafnrétti

Varð miður mín þegar ég heyrði enn einu sinni talað um kynbundinn launamun í fjölmiðlum í dag. Tölurnar í hádegisútvarpinu voru sláandi, hvergi meiri munur í Evrópu og munurinn er 28%!!! Hvernig er þetta hægt? Erum við ekki upplýst, nútímasamfélag.... Hvað er eiginlega til ráða? Maður verður hálfvonlaus þegar munurinn er svona mikill og ekkert virðist vera að breytast...

En svo get ég ekki annað en verið glöð og ánægð með hlut jafnaðarkvenna á Norðurlöndunum eftir glæsilegan landsfund Samfylkingarinnar um helgina þar sem þrjár flottar og klárar konur sem eru formenn sinna flokka ávörpuðu okkur og sögðu frá sinni sýn á jöfnuð og jafnrétti. 

Ég get ekki varist þeirri hugsun að frjálshyggjan og einkahyggjan sem hefur stýrt þjóðfélagi okkar í áratugi eigi sinn þátt í slökum árangri í jafnréttismálum. Óbreytt ástand er þeirra styrkur.  En það er ljóst að við svo búið verður ekki unað svo áfram stelpur og strákar, kjósum jöfnuð í vor...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband