Leita í fréttum mbl.is

Á suðvesturhorninu 1. apríl 2007

Nú er ég búin að vera á höfuðborgarsvæðinu meira og minna í tæpan hálfan mánuð. Fundir og námskeið á vegum vinnunnar og bæjarpólitíkurinnar og ekki síst veikindi hennar Karenar Rósar litlu dótturdóttur minnar hafa orðið til þess að ég skrapp bara aðeins heim og kenndi í þrjá daga.

Það var merkileg lífsreynsla að vera með mikið veikt barn inni á sjúkrahúsi svo dögum skiptir, læknar og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins eru nú meiri hetjurnar, með skrauti á símanum, sápukúlum og töfrastöfum nálgast þessar hetjur fárveik og kvekkt börn sem eru búin að lenda í hvers kyns raunum með nálar og stungur. Þetta fólk á mikinn heiður skilinn svo og foreldrar og lítil börn sem hafa ótrúlega aðlögunarhæfni. Ég fór heim reynslunni ríkari og þakklátari en nokkru sinni fyrr fyrir að eiga heilbrigð börn. Þessa helgina hef ég svo tekið á móti hjúkrunarfræðingum sem koma þrisvar á sólarhring og sprauta sýklalyfum í æðalegg sem saumaður hefur verið í hana Karen Rós mína, þar eru aðrar hetjur mættar til leiks.  Sýking í beini sem á sér svo sem enga skýringu getur valið miklum usla í lítilli fjölskyldu. Vonandi verður þetta ekki til þess að raska námáformum lögræðinemans, dóttur minnar mikið, það getur verið afar afdrifaríkt fyrir fátækan námsmann sem á allt sitt undir námslánunum sem eru árangurstengd og kerfið ekki mjög sveigjanlegt.

Svo fannst mér merkilegt að vera í nágrenni við Fjörðinn góða á merkum degi í sögu íslensks íbúalýðræðis, þegar Hafnfirðingar fengu að taka ákvörðun um hvort þeim hugnaðist hin mikla stækkun álversins í Straumsvík sem fyrirtækið vill ráðast í.  Mjótt var á munum en ákvörðun liggur fyrir, ég er sátt við niðurstöðuna og er afar stolt af því að vera Hafnfirsk Samfylkingarkona í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Mig langaði bara að segja takk enn og aftur fyrir allt sem þú ert búin að gera fyrir mig síðasta hálfann mánuðinn Það er endalaust gott að eiga svona góða mömmu og ég vona innilega að þegar ég verð orðinn lögfræðingur í góðri vinnu að ég muni geta á einn eða annan hátt endurgoldið þér alla þá greiða sem þú hefur gert fyrir mig

Guðbjörg Anna , 3.4.2007 kl. 11:24

2 identicon

Ykkur hetjunum þremur í beinan kvenlegg óska ég velfarnaðar eftir þessar hremmingar og vona að þær hafi ekki frekari eftirmál fyrir þá yngstu- kveðja, Guðfinna.

Guðfinna Kristj. (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ósköp er að vita með litla skinnið. Vonandi gengur allt vel

Gleðilega páska!

Sigþrúður Harðardóttir, 8.4.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband