Leita í fréttum mbl.is

Vor í lofti

í dag er frábært veður á Egilsstöðum - vorið virðist rétt handan við hornið. Það er búið að vera leiðindaveður hérna, meiri úrkoma en við eigum að venjast svo sólin er afar kærkomin.

Í skólaveruleikanum er mars oft langur og strangur, 4 heilar vikur án upprofs reynast ungmennunum erfiðar. Samt er mikið um að vera hér í ME, frumsamið leikrit "Súper Maríó" var frumsýnt á föstudaginn var, núna á föstudaginn er "Barkinn", söngvakeppni skólans og föstudaginn 16. mars mun "Gettu Betur" lið skólans etja kappi við lið MH í sjónvarpinu og krakkarnir ætla að flykkjast suður til að styðja sitt fólk.  Erfitt að gera hornaföll nógu áhugaverð til að keppa við þessa viðburði um athygli og áhuga....

Í pólitíkinni er líka vor, skemmtilegur aðalfundur Héraðslistans var á þriðjudaginn þar sem stjórnin var endurkjörin og fjörlegar umræður fóru fram um bæjarpólitíkina, í þessum hópi hafa menn sterkar skoðanir sem gerir umræðuna fjörlega....

Í landspólitíkinni hér er það helst að frétta að húsnæði fyrir kosningaskrifstofu á Egilsstöðum er fundið og um það samið, vonandi getum við tekið það í notkun um miðjan mánuð...

Kosningabaráttan hefst fyrir alvöru þegar þinginu lýkur sem verður um miðjan mánuð líka, kosningatjóri kemur til starfa í lok mánaðar þannig að allt er að gerast...., hlakka til að vinna að göfugum málstað jafnaðarstefnunnar í góðum hópi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá að það eru komnar myndir af prinsessunni minni sem ég sakna alveg óstjórnlega núna, þegar hún er hjá pabba sínum, veit ekki hvernig ég lifi vikuna af  hún fór bara í gær.. skil ekki mömmur sem eru alltaf að senda börnin sín í pössun!!!

Guðbjörg Anna (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Njóttu nú lífsins og vertu dugleg svo þú getir gert eitthvað skemmtilegt með prinsessunni þegar hún kemur aftur

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 9.3.2007 kl. 08:52

3 identicon

Njóta lífsins??? er að gera stórt hópaverkefni og helgin mun fara í það  En við erum nú reyndar að reyna að klára í kvöld og þá er spurning hvort að maður fari að leita að Leonardo Decaprio í miðbænum  svo maður nýtur lífsins kannski e-ð

Guðbjörg Anna (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband