Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
23.9.2009 | 11:58
Stóra kjördæmið mitt
Núna um hádegisbil munum við mæðgur setjast upp í okkar gamla góða avensis og aka heim til okkar í Egilsstaði - við reiknum okkur í það 7 tíma ef Öxi er ekki komin í vetrarbúning annars þurfum við víst 8.
Það er stórmerkilegt að upplifa það árið 2009 að hringvegurinn, þjóðvegur 1 er enn ekki fullkláraður - enn eru malarkaflar og einbreiðar brýr veruleiki á aðalþjóðvegi Íslands - mér finnst þarna eitthvað hafa brugðist í forgangsröðun - það getur ekki verið eðlilegt að fáfarnar stofnbrautir eru fulluppbyggðar á allan hátt meðan þetta er veruleikinn á hringveginum. Austurland hefur greinilega orðið útundan í vegaframkvæmdum - sennilega vegna fjarlægðarinnar frá Reykjavík - mér finnst enginn geta útskýrt það fyrir mér hvers vegna staðan er þessi - en kjördæmahagsmunir koma sterkt upp í hugann þó enginn vilji viðurkenna slíkt.
Mér finnst við, ríkisvaldið, þurfa almennt að fara að forgangsraða - setja okkur framtíðarsýn og hvika síðan ekki frá henni þótt stundarhagsmunir geti ruglað menn í ríminu. Framtíðarsýn í samgöngumálum er til og er allra góðra gjalda verð - en það vantar kannski einhverjar blaðsíður í hana.
En nú er ég að fara í eina af mínu mörgum vettvangskönnunum um þjóðveg eitt og er ekki til setunnar boðið þó mig langi til að skrifa um hjúkrunarheimili líka eftir fund um þau mál í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2009 | 11:51
Námslánin
Ákvörðun menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þess efnis að hækka framfærslugrunn lánanna um 20 % er til mikilla bóta fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra.
Ég spurði menntamálaráðherra um þetta mál þann 15. júní og er ánægð með að hafa spurt með góðum árangri um mikilvægan þátt velferðar og menntunar.
http://www.althingi.is/dba-bin/bferil.pl?ltg=137&mnr=206
Þetta er áfangasigur - en við þurfum að halda áfram að vinna í þessum málaflokki þannig að við endum á eðlilegum mánaðargreiðslum til námsmanna og spörum þannig mikilvægar fjárhæðir til í greiðslu dýrra yfirdráttavaxta sem nýtast þá námsmönnum til aukinna lífsgæða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.9.2009 | 20:17
Heimilisöryggi
Margir tjá sig núna um skuldir heimilanna, eðlilega, því ljóst er að þær eru að sliga margar fjölskyldur og ógna heimilisöryggi barna og ungmenna.
Við þessum vanda er engin töfralausn til - en það er afar mikilvægt að við stjórnmálamenn hlustum vel og tölum við fólk á jafnréttisgrunni - tölum kjark í fólk og sýnum síðan fram á að eitthvað er að gerast.
Það er beinlínis ljótt að gefa fólki falskar vonir um flatan niðurskurð skulda á þessarri stundu, en það er sjálfsagt að tala um niðurfellingu skulda hjá þeim sem illa standa. Afföll lánasafna á að nota til heilla fyrir íslensk heimili - miklu fremur en til að bjarga skúrkum.
Mér finnst að það þurfi að búa til alveg nýtt húsnæðislánakerfi um leið og sú leið að leigja sér öruggt húsnæði er kynnt vel og henni unnið fylgi. Þannig ættu allir sem standast eðlilegt greiðslumat að geta einu sinni fengið lán til að búa sér og sínum öruggt heimili, án verðtryggingar og með algerum lágmarksvöxtum. Þetta kerfi ætti að vera opið þeim sem þegar hafa tekið lán til að fá ákveðna leiðréttingu, einu sinni. Mér finnst að við ættum að horfa þannig til framtíðar og láta skoða svona kerfi fremur en að lappa upp á handónýtt kerfi sem við höfum sætt okkur við allt of lengi.
Ég held að þau úrræði sem eru til staðar - greiðsluaðlögun, frysting og lenging séu í raun mjög góð - en þau eru alltof flókin og krefjast of mikils af kvíðnum skuldurum.
Mér sýnist lánadrottnarnir líka vera að vakna og sjá að ekki er óeðlilegt að þeir taki á sig hluta af þeim byrðum sem hrunið batt einhliða á skuldara við hrunið - það er þeirra hagur að þeir sem skulda geti borgað áfram fremur en að vanskil og yfirtaka eigna verði veruleikinn.
Tölum kjark í hvert annað um leið og við veitum stjórnvöldum og lánastofnunum gott aðhald.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar