Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
31.3.2009 | 17:07
Kraftmikill landsfundur
Landsfundur Samfylkingarinnar um helgina var kraftmikill og þar ríkti góður andi þó ekki segðu allir alltaf já og amen og einhverjir væru ósáttir við svo sem eina samþykkt. Við erum stór lýðræðislegur flokkur og þar eiga að rúmast fleiri en eitt sjónarmið...
Þau eru flott formaðurinn okkar og varaformaðurinn - ég hélt að þau myndu stökkva út í salinn í fagnaðarlátunum svo mikil sveifla var á þeim - það var ekkert bráðabirgðayfirbragð yfir þessu pari...
Ég var mest heilluð af unga fólkinu okkar - þau voru svo málefnaleg og fylgin sér án þess að vera með yfirgang - við erum ekki á flæðiskeri stödd með þetta fólk í framtíðarsveit okkar - við verðum að gæta þess að slá ekki á þennan kraft á sama hátt og við verðum að kenna þeim að sýna þolinmæði og seiglu.
Evrópumálin voru fyrirferðarmikil sem betur fer - það verður að komast á dagskrá að setja markmið og sækja um aðild til að kanna samningsstöðu okkar og leggja hana í dóm þjóðarinnar - fyrr getum við hvorki lofað aðildina í hástert né viðhaldið hræðsluáróðrinum. Innganga í Evrópusambandið bjargar okkur ekki frá öllum hremmingunum sem við erum í og verðum í - en ég hef þá trú að hún auki mjög á stöðugleikann og tryggi grundvöll fyrirtækja og heimila til lengri tíma.
En nú eru tveir fundir framundan...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 22:23
Nauðsyn netheima
Skrýtið að vera svona tölvu- og netlaus í marga daga! Ég er búin að vera á Landsfundi Samfylkingarinnar og gista svo hjá mömmu - hún er lítið að spá í nettengingar og netheima og annir ríktu á þinginu. Mér finnst ég vera að koma heim af fjöllum - en er samt búin að vera í borginni okkar í næstum viku.
Vildi bara láta vita að þriggja og hálfsbarnamóðirin er mætt í netheima á ný - og vonast til að komast alla leið heim á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 22:16
Skiljanlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2009 | 08:30
Frambjóðendur á ferð
Fjórir efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu fóru um Egilsstaði í gær, fóru í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir, heilsuðu upp á fólk og hlustuðu. Það var skemmtilegt að finna kraftinn og hugmyndaauðgina í fólkinu hér - ekkert svartsýnisraus er í gangi, enda gerir það harla lítið annað en að brjóta niður og auka enn á vandann, sem margir eru óneitanlega í, hér, ekki síður er annars staðar á landinu.
Við fengum okkur svo að borða saman í gærkvöldi, 9 frambjóðendur og kosningastjórinn, og tókum svo góða rispu í að kynnast, segja sögur og hlæja svolítið. Í dag kl. 11 er svo opinn fundur í fínu kosningaskrifstofunni okkar og eftir það ætlum við aðeins að leggja línur.
Við fengum hana Lóu til að leigja okkur sýningu á verkum sínum á veggina svo kosningaskrifstofan er hlýleg og glæsileg svo okkur er ekkert að vanbúnaði að hefja kosningabaráttuna.
21. mars er sérstakur dagur í minni fjölskyldu. Þann dag árið 1963 lést móðurafi minn, Hans Peter Christensen aðeins 63 ára gamall, þann dag árið 1984 lést faðir minn, Guðmundur Guðmundsson aðeins 53 ára að aldri - en 1991 fæddist svo lítið stúlkubarn, systurdóttir mín, Jóhanna Herdís Sverrisdóttir þennan dag, svona til að minna mann á að í lífinu verður stöðug endurnýjun og skin og skúrir skiptast á í eðlilegum rytma.
En dagurinn í dag er fallegur hér á Héraðinu eins og svo margir aðrir - megi hann verða okkur farsæll og skemmtilegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2009 | 08:16
Hrein og bein
Fór í heimsókn í Landnemaskólann á Egilsstöðum í gær ásamt fultrúum hinna stjórnmálaflokkanna. Í landnemaskólanum eru 9 nemar, 6 voru mættir og hlustuðu og töluðu þessa fínu íslensku. Við sögðum frá flokkunum okkar og þeirra stefnu. Það var hollt að þurfa að segja frá stefnu sinni á einföldu máli. Mér fannst þetta frábær stund - ég hafði mjög gott af því að hlusta á áhersluatriði hinna flokkanna. Áherslu Sjálfstæðisflokksins á sjálfstæði þjóðarinnar og öflug atvinnufyrtæki, Framsóknar á að þeir vildu vera miðjuflokkur sem velur það besta úr frjálshyggjunni annars vegar og félagshyggjunni hins vegar og Vinstri grænna á öflug ríkisafskipti, lítil tengsl við aðrar þjóðir og öfluga umhverfisvernd. Ég lagði áherslu á jafnaðarstefnuna og hina sósíaldemókratísku hugsun, jafngildi, jafnrétti og samábyrgð.
Nemendur spurðu mjög beinna spurninga og svara varð beint út á einfaldan hátt - þau spurðu fyrst og fremst um Evrópusambandið, atvinnuuppbyggingu og einkavæðingu bankanna og hvernig hefði verið staðið að henni. Mér fannst ég vera að hefja kosningabaráttuna í gær á uppbyggilegan og skemmtilega hátt með spennandi þátttakendum.
Það er örugglega gaman að vera í Landnemaskólanum og Þekkingarnetið á hrós skilið fyrir framtakið.
Í dag er spennandi fundur á Hótel Héraði með dönskum atvinnuráðgjafa sem hefur með samfélagi sínu á Lálandi náð frábærum árangri í sjálfbærri atvinnuuppbyggingu. Eftir það ætlum við að koma kosningarskrifstofunni okkar í eitthvað horf og síðan ætla ég að skreppa á Norðfjörð á fund með samgönguráðherra.
Enn einn góður dagur framundan - megið þið eiga góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2009 | 18:56
Það er að vora - líka hjá Fjármálaeftirlitinu
Það virðast engin lát verða á þeim ósóma sem undan viðsnúnum steinum skríður, gott að eftirlitsstofnanir okkar eru að vakna af vetrardoða og verkin fara að tala.
Kannski er búið að vinna meira en við vitum að ýmsum undirbúningi en það er ótrúlega gott að sjá að komið er að framkvæmdarfasanum.
Mér líður vel eftir daginn í dag - aðalfundur Vísindagarðsins ehf afstaðinn og stjórnin fól framkvæmdastjóra af fara af stað nú þegar í að fá fólk til að vinna að endurbótum á húsnæði okkar, byrjað verður á kjallaranum og síðan verður ráðist í framkvæmdir á aðalhæð - það er svo gaman þegar hlutirnir fara að gerast.
Síðan fór ég á reiðhallarfund - þar er líka "aksjón" í gangi - fokheld reiðhöll veruleiki í vor.
Nú þarf ég að skutla gelgjunni minni svolítið - hún þarf að breytast snöggt úr hestastelpu í körfuboltadömu, ég geng frá merinni meðan hún klæðir sig í íþróttagallann og svo brunum við á æfingu.
Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 20:10
Afskriftir, niðurfelling og arðgreiðslur
Nú hefur ágætur meðframbjóðandi minn í kjördæminu tekið undir með framsókn og vill 20% niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja - hljómar vel og gengur sennilega í einhverja kjósendur. En jafnaðarstefnan tekur ekki undir svona flata aðgerð - það er alveg ljóst að það þurfa ekki allir á því að halda að láta afskrifa 20% af skuldum sínum og jafnljóst er það að þegar skuldir eru miklar getur niðurfellingin orðið óeðlilega mikil. Þarna þurfa jöfnunaraðgerðir að vera með í farteskinu, þeir sem illa eru staddir og þurfa virkilega á því að halda eiga að fá þessa fyrirgreiðslu, aðrir ekki, það eru sjálfsagt margir í þeim hópi í Íslandi dagsins í dag - og vonandi getum við hjálpað þeim á eðlilegan hátt.
Arðgreiðslur Granda til hluthafa fara illa í launþega sama fyrirtækis sem hafa tekið á sig launaskerðingar á síðustu vikum - auðvitað, auðvitað, auðvitað... hvernig er hægt að sýna launþegum annað eins virðingarleysi og aðra eins lítilsvirðingu??? Gleymdist að hugsa, eða gleymdist kannski að það er fólkið á gólfinu sem vinnur á lúsalaunum sem skapar verðmætin, ekki stjórnarformenn og forstjórar á ofurlaunum???
Er búin að eiga góðan dag, hóf hann snemma með fínum spinningtíma, búin að vera mikið í símanum og á fundum vegna ýmissa mála. Kosningabaráttan er að hefjast og margt spennandi í gangi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 11:22
Á ferðinni - alltaf á ferðinni...
Það er ómetanlegt að eiga heimili, það eru grundvallarmannréttindi og í raun ein af frumþörfum mannsins - öruggt skjól fjölskyldu eða einstaklings er eitt af því sem hefur mikil áhrif á heilbrigði fólks. Þess vegna finnst mér það megi aldrei verða munaður eða binding á lífslangan skuldaklafa að eignast eða leigja eðlilegt íbúðarhúsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Baráttumál mitt númer eitt.
Ég er loksins komin heim eftir heilmikinn þvæling, flug suður, flug norður og síðan akstur í heim í gærkvöldi, færðin var í lagi en ber sinn keim af vetri á norðurslóðum. Ég var svo heppin að hitta frambjóðanda í vandræðum sem síðan fylgdist með mér yfir mestu leiðindin í Víðidalnum og Langadalnum, góð samvinna - sem báðir höfðu hag af.
Unglingurinn minn er enn í borginni að keppa í körfubolta og passa frænku sína í bland, einkasonurinn farinn að gefa hestunum og frambjóðandinn ætlar að taka því rólega í dag í bland við ýmsa iðju. Megið þið eiga góðan sunnudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 07:50
Félagshyggjusveifla
Nú er ég ánægð með þjóðina mína. Félagsauður er í mínum huga það dýrmætasta sem við eigum, það að vinna saman að heill margra er svo miklu líklegra til árangurs fyrir fleiri en einstaklingshyggja sem hugsar fyrst og fremst um það að vinna að eigin árangri. Hið fornkveðna - betur sjá augu en auga á hér við. Húrra Íslendingar - höldum áfram að horfa einbeitt til vinstri.
En nú er ég að fara á Landsþing sambands sveitafélaga - hlakka til að hitta sveitastjórnamenn og bera saman bækur og læra af öðrum - fjármálaleg staða er erfið hjá flestum og niðurskurður í gangi, nauðsynlegt að skoða hvað aðrir eru að gera og hvernig - nauðsynlegast af öllu er þó að líta fram á veginn með bros á vör .
Flestir vilja stjórn S og V | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2009 | 08:32
Kosningaskrifstofa
Við hér á Héraðinu erum búin að finna okkur flotta kosningaskrifstofu í kjallara Hótel Héraðs, við hittumst þar aðeins í gærkvöldi og spáðum í spilin. Hún verður opnuð formlega með pomp og pragt fljótlega. Ef sú dagsetning sem nefnd hefur verið sem kosningdagur stenst, eru rúmar sex vikur til kosninga svo það er ekki til setunnar boðið að hefja baráttuna.
Það eru mikil ferðalög framundan svo ég vona að vetur konungur fari að hopa fyrir afleggjara af vori svo færð hamli okkur ekki mikið í ferðaáformum.
Ég er að fara suður á eftir til að vera á Landsfundi Sambands sveitafélaga á morgun og síðan langar mig mikið til að fylgjast með mínu fólki í Útsvarinu annað kvöld. Flugið verður svo tekið til Akureyrar á laugardag til að vera á Kjördæmisþingi þar - bílinn minn bíður þar í snjóskafli eftir að komast heim á laugardagskvöld.
Fermingarstúlkan mín er að fara suður í körfuboltaferð um helgina svo ég þarf ekki að vera með alveg eins mikið samviskubit gagnvart henni og ella. Hún er ótrúlega dugleg að bjarga sér og er aðalkokkur heimilisins, en stundum rekast hagsmunir á og það getur verið erfitt. Hún á að syngja á tónleikum í dag og ég missi af þeim - mér finnst það mun leiðinlegra en henni...
Við konur þjáumst af krónísku samviskubiti - en komumst í gegnum dagana með skipulagi, símtölum og áminningum og í flestum tilvikum verða börnin sterk og dugleg svo framarlega sem þau upplifa líf sitt öruggt og að væntumþykja umvefji þau. En nú ætla ég að koma skvísunni minni í skólann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar