Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
9.4.2008 | 09:44
Það er sól á Héraði
Yndisleg þessi birta - og geislarnir hita allavega yfirborðið... Dreif mig í spinning í morgun eftir nokkuð langt hlé - það var æðislegt að hita stelpurnar aftur - sveittar og hressar, verst að það eru bara tveir morguntímar á viku.
Í dag eru 36 ár síðan ég var fermd í Garðakirkju, 41 ár síðan Helga systir var fermd, 30 ár síðan Hanna Petra, litla systir var fermd, 10 ár síðan hún Guðbjörg Anna mín var fermd og eftir nákvæmlega eitt ár verður hún Berglind Rós mín fermd, að óbreyttu..., stórmerkilegur dagur. Tilefni til að hafa samband við allar þessar systur og dætur - frumburðurinn minn er að fara í próf á eftir...., sendi henni hlýjar kveðjur.
Í dag er forvarnardagurinn, það verður dagskrá hér í skólanum og síðan er Ungmennaþing í Sláturhúsinu - ungmennin ætla að ræða saman um afþreyingarmöguleika og vonandi koma með góðar tillögur um það miklilvæga mál í skólasveitarfélaginu Fljótsdalshérði. Ungmenni þurfa að eiga möguleika á því að hittast og skemmta sér - og sveitarfélag á að koma að því máli - en bara þegar um vímulausa atburði er að ræða - við eigum frábært Ungmennahús - í Sláturhúsinu - sem er dæmigerður vettvangur sveitarfélags til að skapa ungmennum aðstöðu til afþreyingar. Hlakka mikið til að heyra niðurstöður umræðnanna og hvernig Ungmennaráðið leggur til að þessum málum verði háttað hjá okkur...
Svo er 100. fundur bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í dag - við gerum okkur aðeins dagamun að því tilefni. Þessi dagur lítur út fyrir að verða viðburðarríkur hjá mér - vona að þið eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2008 | 16:40
Vor í borginni
Átti frábæra langa helgi í borginni - það var sól og enginn snjór - mér fannst það æði, snjóþröskuldur minn er að verða afar lágur - þoli ekki meir...
Fínir fundir á fimmtudag og föstudag - svo fékk ég gleðikonurnar Sif og Kristínu með mér í bæinn á föstudagskvöldið og við sýndum og sönnuðum og við erum enn sannar glys - og gleðikonur og kunnum að mála bæinn rauðan, húrrrrrrraaaa
Og aðalverkefni helgarinnar var ekki af verri endanum - ég var amma, klukkan 7 á laugardagsmorguninn hófst dagskráin - sundferð, öndunum (eða meira svönum og gæsum) gefið brauð, keyptur ís, langamma heimsótt, barnaafmæli og matseld um kvöldið - við sofnuðum báðar um níuleytið - gleðiamman var enn þreyttari en hið súperaktíva barn. Og síðan tók við fagur sunnudagur með heldur einfaldari dagskrá - afasysturnar á Selfossi og afi í mýflugumynd fengu að njóta okkar þann dag...
Mikið er nú gaman að eiga bæði borgarlíf og sveitalíf - hvoru tveggja nauðsynlegt og skemmtilegt og byggðaáherslan að viðhalda þeirri tvíhyggju....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2008 | 06:41
1. apríl
Mig minnir að þegar ég var lítil upp úr miðri síðustu öld hafi verið frí í skólanum 1. apríl. Það þótti ekki við hæfi að hafa platandi krakka á skólabekk og við völsuðum um bæinn og plötuðum í staðinn... eða er þetta kannski bara minning eins og að það hafi alltaf verið gott veður í skrúðgöngunni á sumardaginn fyrsta . Eins gott að vera á varðbergi í dag - ætli það renni ekki í gegn hjá mér í dag 80 stykki unglingar - mikið væri ég til í að þau kæmu með eins og eitt flott aprílgabb.... Ég ætti að reyna að vera skapandi í hugsun og vekja krakkagrislingana mína með einhverju sniðugu
Dagurinn í dag er þéttsetinn hvers kyns skemmtilegheitum..., kennsla til 15 í dag, þá tekur við undirbúningur fyrir ársfund Fjárafls sem er kl. 17. Á milli er stýrihópsfundur um menntastefnu sem sennilega er að skila af sér til fræðslunefndar. Í kvöld ætla ég svo með Rannveigu og Berglindi Rós á leiksýningu LME Lísu í Undralandi - sem er víst frábær sýning, öllum sem ég hef heyrt í ber saman um það...
Svo er það náttúrufræðipróf hjá Berglindi Rós, þarf aðeins að útskýra fyrir henni muninn á frumeind, sameind, efnasambandi og efnablöndu - finnst þetta aðeins flókið fyrir 13 ára..... og skattaskýrslan, fresturinn rennur víst út á morgun. Mér leiðist örugglega ekki í dag - nú ætla ég aðeins að skjótast í ræktina... og úthugsa aprílgabb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar