Leita í fréttum mbl.is

Hvítþvegnir frjálshyggjumenn

Ég verð að viðurkenna að mér leið svolítið eins og í skriftartíma í þingsal í dag.  Veitt hafði verið forskrift sem allir sjálfstæðismenn fylgdu vandlega: "Samningurinn er alfarið á ábyrgð núverandi stjórnvalda og sjálfstæðismenn hafa bjargað því sem bjargað varð með fyrirvörum við hann."

Ætli þetta annars um margt ágæta fólk trúi því í alvöru að það beri enga ábyrgð á því að við þurfum að semja um Icesave, eftir forskrift sem Geir Haarde gaf í desember og ætli þau læri aldrei að meta aðra vinnu en sína eigin.

Hvernig ætli staðan væri ef þeir væru enn við stjórnvölinn???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst eðlilegt að lausnin á Icesave sé á ábyrgð núverandi stjórnarflokka.

Það voru fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem sáu um að búa til þetta vandamál, þannig að það var alltaf til of mikil mælst að ætlast til að þeir kæmu líka að lausn þess.

Kærar kveðjur til þín.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband