24.8.2009 | 09:24
Það er eðlilegt fyrir ungt fólk að vera í skóla
Það er skelfilegt að heyra um fjölskyldur sem ekki hafa efni á að kaupa námsgögn handa börnum sínum.
En ég trúi ekki öðru en að slíkt megi leysa því það er nú þannig að á okkar tímum er eðlilegt fyrir ungmenni að vera í skóla a.m.k. til 18 ára aldurs.
Mér finnst mjög líklegt að krakkar, skólar, útgáfufyrirtæki, verslanir og almenningur væru til í að leggja þessu þarfa máli lið - það er bara spurning um hver væri til í að halda utan um aðgerðina.
Ég veit t.d. um nokkrar kennslubækur sem dagað hafa uppi heima hjá mér sem enn eru notaðar í skólum sem við værum svo til í að leggja af mörkum.
Ég sæi líka fyrir mér að börn og unglingar tækju að sér vin sem þau hjálpuðu með ritföng. Það eru margar leiðir til þó þær ráðist auðvitað ekki að rót vandans. En á erfiðum tímum er samstaðan góð og margir eru til í að leggja hönd á plóg.
En auðvitað skiptir öllu máli að hjálpa öllum til sjálfshjálpar svo plástursaðgerðir sem þessar þurfi ekki að vera á dagskrá.
Við verðum að gæta þess að búa ekki til kynslóð, sem hefur alla burði til þess að bjarga sér þó aðstæður hamli því um hríð, sem sest bara niður ráðalaus og bíður eftir því að björgin berist.
Höldum fast í sjálfsbjargarviðleitni og dugnað um leið og við viðurkennum að aðstæður geta svo sannarlega verið þannig fyrir suma og tímabundið að sjálfsagt er að leita sér aðstoðar og veita aðstoð.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.