Leita í fréttum mbl.is

Skiljanlegt

Ég er orðin leið á því að það er stundum verið að pakka staðreyndum um peningamál inn í flóknar umbúðir orðskrúðs og flækja.  Það þarf að eyða löngum tíma í að pakka utan af upplýsingunum og leysa nokkra rembihnúta áður en maður sér endanlega hvað er í pakkanum.   Bókhaldsaðferðir eru allt öðruvísi en venjulegur plús og mínus sem manni finnst ætti nú alveg að duga til að skoða stöðu og hreyfingar - ætli flækjustigið eigi ekki sinn þátt í því að það var svo auðvelt að blása sápukúlur og fela þannig hina eiginlegu stöðu peningamála - ég er alveg hætt að reyna að slá um  mig með bókhaldsfrösum - ég vil bara venjulegt mannamál sem allir skilja - þannig held ég að best sé að tala til að allir skilji. Pólitík á mannamáli er vonandi það sem koma skal.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, um að gera að hafa fjármálin nógu flókin í uppsetningu, þá sleppa menn við óþægilegar spurningar

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband