21.3.2009 | 08:30
Frambjóðendur á ferð
Fjórir efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu fóru um Egilsstaði í gær, fóru í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir, heilsuðu upp á fólk og hlustuðu. Það var skemmtilegt að finna kraftinn og hugmyndaauðgina í fólkinu hér - ekkert svartsýnisraus er í gangi, enda gerir það harla lítið annað en að brjóta niður og auka enn á vandann, sem margir eru óneitanlega í, hér, ekki síður er annars staðar á landinu.
Við fengum okkur svo að borða saman í gærkvöldi, 9 frambjóðendur og kosningastjórinn, og tókum svo góða rispu í að kynnast, segja sögur og hlæja svolítið. Í dag kl. 11 er svo opinn fundur í fínu kosningaskrifstofunni okkar og eftir það ætlum við aðeins að leggja línur.
Við fengum hana Lóu til að leigja okkur sýningu á verkum sínum á veggina svo kosningaskrifstofan er hlýleg og glæsileg svo okkur er ekkert að vanbúnaði að hefja kosningabaráttuna.
21. mars er sérstakur dagur í minni fjölskyldu. Þann dag árið 1963 lést móðurafi minn, Hans Peter Christensen aðeins 63 ára gamall, þann dag árið 1984 lést faðir minn, Guðmundur Guðmundsson aðeins 53 ára að aldri - en 1991 fæddist svo lítið stúlkubarn, systurdóttir mín, Jóhanna Herdís Sverrisdóttir þennan dag, svona til að minna mann á að í lífinu verður stöðug endurnýjun og skin og skúrir skiptast á í eðlilegum rytma.
En dagurinn í dag er fallegur hér á Héraðinu eins og svo margir aðrir - megi hann verða okkur farsæll og skemmtilegur.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi hafið þið átt góðan fund í morgun, ég treysti mér ekki þar sem ég er búin að vera með flensu, er samt mun hressari en í gær. Gaman að heyra að allt er komið á fulla ferð hjá ykkur. Baráttukveðjur.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 21.3.2009 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.