Leita í fréttum mbl.is

Á ferðinni - alltaf á ferðinni...

Það er ómetanlegt að eiga heimili, það eru grundvallarmannréttindi og í raun ein af frumþörfum mannsins - öruggt skjól fjölskyldu eða einstaklings er eitt af því sem hefur mikil áhrif á heilbrigði fólks.  Þess vegna finnst mér það megi aldrei verða munaður eða binding á lífslangan skuldaklafa að eignast eða leigja eðlilegt íbúðarhúsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Baráttumál mitt númer eitt.

Ég er loksins komin heim eftir heilmikinn þvæling, flug suður, flug norður og síðan akstur í heim í gærkvöldi, færðin var í lagi en ber sinn keim af vetri á norðurslóðum.  Ég var svo heppin að hitta frambjóðanda í vandræðum sem síðan fylgdist með mér yfir mestu leiðindin í Víðidalnum og Langadalnum, góð samvinna - sem báðir höfðu hag af.

Unglingurinn minn er enn í borginni að keppa í körfubolta og passa frænku sína í bland, einkasonurinn farinn að gefa hestunum og frambjóðandinn ætlar að taka því rólega í dag í bland við ýmsa iðju.  Megið þið eiga góðan sunnudag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verðugt baráttumál, sem allt of margir stjórnmálamenn hafa hundsað í gegn um tíðina

Sigrún Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband