Leita í fréttum mbl.is

Frábær formaður

Það kom mér á óvart eins og öðrum að Ingibjörg Sólrún skyldi ákveða að hætta pólitískum afskiptum af heilsufarsástæðum. 

Það hefur auðvitað ekk farið fram hjá neinum að hún gengur ekki heil til skógar, en ákvörðun hennar um fulla þátttöku fyrir rúmri viku fyllti mann bjartsýni um bætta heilsu hennar.

En auðvitað þarf Ingibjörg Sólrún eins og aðrir að taka líf sitt og heilsu sína framyfir allt annað.  Pólitísk forysta á þeim tímum sem við lifum núna er ekki auðveld og verður ekki unnin öðruvísi en í mörg hundruð prósent vinnu sem krefst fullrar heilsu.  Ég virði því ákvörðun Ingibjargar og tel hana hárrétta á þessu stigi málsins, en mun sakna hennar sárlega, bæði sem leiðtoga og ekki síður sem frábærrar stjórnmálakonu og góðrar fyrirmyndar. Ég óska henni góðs bata og alls hins besta í því sem hún fer að gera.

Nú tel ég það langfarsælast að Jóhanna myndi gefa kost á sér í formannsstarfið - það er svo stutt í kosningar að við megum ekki við miklum breytingum umfram það sem orðið er.  Auðvitað þarf Jóhanna að ákveða þetta sjálf og meta það hvort hún treystir sér í starfið með forsætisráðherra-starfinu.  En með góðri hjálp vona ég að hún sé til í slaginn. Og síðan er það ekkert launungamál að ég vil Dag sem varaformann.  Mér finnst hans stærsti kostir vera hversu auðveldlega hann umgengst fólk á jafnréttisgrundvelli og hversu tilbúinn hann er að kynna sér mál, hlusta og læra.

En núna ætla ég að kíkja aðeins á námið mitt sem hefur setið algerlega á hakanum síðustu viku...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband