Leita í fréttum mbl.is

Prófkjöri lokið

Jæja þá liggja niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðaustrinu fyrir. 

Ég bauð mig fram í 1. - 2. sætið svo auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að ná ekki markmiðinu og fá þar að auki þriðja sætið vegna reglu um að ekki megi vera fleiri en tveir karlar í röð á listanum, mér finnst ekki ólíklegt að Loga svíði svolítið þó ég álíti hann jafnréttissinnaðan og réttsýnan.

En - þetta er niðurstaðan og hana sætti ég mig að sjálfsögðu við - fólkið í kjördæminu hefur sagt sitt og nú þarf að vinna - fyrir fólkið í kjördæminu og fyrir hugsjónir jafnaðarmennskunnar. 

Ég leyfi mér að vera sigurviss og telja það sjálfsagt að ná megi þremur Samfylkingarmanneskjum á þing í kjördæminu og með samhentu átaki þar sem allir fá að njóta sín fjórum.

Það er gott að vera að selja vöru sem maður er sannfærður um að sé góð og nauðsynleg - ég tel jafnaðarstefnuna vera afar sölulega - ekki síst núna, þess vegna hlakka ég til baráttunnar.  Og ef strákarnir halda að ég ætli bara að vera með þeim - er það grundvallarmisskilningur - þeir eru alveg eins með mér - við erum lið núna og allir liðsmennirnir eru jafngildir Wink

Kærar þakkir til allra sem studdu mig með ráðum og dáð - takk fyrir samstarfið í fyrri hálfleik meðframbjóðendur - ég hlakka til að vinna með ykkur í þeim seinni líka.

Og til hamingju Kristján og Sigmundur Ernir - hlakka til að vinna með ykkur - markviss og leifturhvöss pólitík, jafnræði, léttleiki og hlátrasköll verða vonandi aðalsmerki þessarar stuttu og snörpu kosningabaráttu sem framundan er.

En núna held ég að frambjóðandinn þurfi að bregða sér í húsmóðurhlutverkið í nokkra klukkutíma, megið þið eiga góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er flottur árangur í svona "galopnu" prófkjöri.  Til hamingju

Sigrún Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Til hamingju með þetta, þó að ég hefði viljað sjá þig ofar. Gangi ykkur vel í kosningabaráttunni.

Svala Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 14:19

3 identicon

Til hamingju með þennan árangur.  Veit að þú stefndir hærra, en svona eru þessi prófkjör bara. 

Gangi þér vel

ragnar m (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband