Leita í fréttum mbl.is

Fermingarundirbúningur

Það var hressandi að fara og kaupa fermingarföt á örverpið í gær svona inn á milli bloggfærsla og símtala um prófkjör og kosningabaráttu.

Við fundum þennan fína kjól í Sentrum - leggings og skó - ég vildi nú kaupa kápu líka - en það er víst ekki sérstaklega smart... Kannski fer hún bara í úlpunni í kirkjuna??? Er ekki af baki dottin mun finna utanyfirflík sem við sættum okkur báðar við...

Í gærkvöldi fór ég svo að telja flöskur og dósir - fjáröflun fyrir körfuboltann hjá skvísunni - það er dýrt að senda lið suður í keppni - en við erum alveg að verða búin að safna fyrir ferðinni um næstu helgi...

Svo sendi ég dálítið tölvupóst og hringdi og skrifaði - og mitt fólk er að vinna fyrir mig líka - fyrir það er ég óendanlega þakklát.

En nú þarf að skutla dömunni í skólann og svo er það kynningarefni og svo Akureyri þar sem atkvæðin bíða í röðum...

Munið nú að kjósa og það rétt Wink og hafið það svo gott í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Við Lena vorum að ræða fermingar um daginn og vorum einmitt að tala um það hvað þetta er orðið dýrt...

Það sem þykir sjálfsagt í dag að kaupa handa fermingarbarni hefði þvert á móti aldrei verið keypt handa fermingarbarni þegar ég fermdist fyrir 11 árum og hvað þá þegar þú fermdist fyrir 37 árum (minni á að ég er í lögfræði en ekki stærðfræði ;) ) 

Ég man hvað mér fannst fermingarkjóllinn minn SVAKALEGA dýr en ætli hann hafi ekki verið svipað dýr og leggingsið sem BRB fékk, það er allt svo mikið dýrara í dag

Gangi þér svo vel í dag og á morgun mamma mín ég hef fulla trú á því að þú ert góður kandidat á þing - Sagði í gær að það væri gott að hafa sérkennara á þingi ;) örugglega margir sem þurfa aðstoð frá einum slíkum ;) 

Guðbjörg Anna , 6.3.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband