5.3.2009 | 13:40
Opið, rafrænt prófkjör
Prófkjör okkar Samfylkingarfólks í Norðaustrinu er hafið - galopið og rafrænt. Hvet alla 18 ára og eldri með lögheimili í kjördæminu til að taka þátt.
Þegar ég hugsa til baka er í raun og veru ótrúlegt hvað samfélagið hefur breyst. Þegar ég var lítil og hringdi í pabba í búðina, hringdi ég í miðstöð og bað um Mánabúð, þegar ég byrjaði að kenna á Hallormsstað var hringingin á kennarastofunni löng, stutt, þegar ég sendi tölvupóst í fyrsta sinn voru leiðbeiningarnar í 10 liðum, þegar ég fékk fyrst útborgað sem kennari fékk ég tvö þúsund kall...
Núna er síminn alltaf í vasanum, tölvupóstur er einfaldasta samskiptaform sem hugsast getur, facebook og msn eru vinsæl samskiptaform, mörg núll hafa bæst aftan við tvö þúsund kallinn...
Hluti af þessum breytingum er sá þægilegi möguleiki að geta valið fólk á stjórnmálalista heima í tölvunni þegar manni hentar. Kannski finnst einhverjum þetta óþægilegt form - en vonandi setur enginn það fyrir sig.
Það má samt ekki gleymast að ýmislegt er óbreytt og á að vera óbreytt - það mikilvægasta af öllu finnst mér vera vönduð mannleg samskipti. Samskipti þar sem fólk sýnir virðingu og hlustar vel - og leggur síðan uppbyggilega fram sinn skerf í samskiptin. Það er ekki tilviljun að í öllum auglýsingum um störf er beðið um hæfni í mannlegum samskiptum - það er til lítils að búa yfir farmúrskarandi faglegri hæfni ef þú getur ekki komið henni áleiðis til annars fólks.
Ætli forsendan fyrir því að vera góður í samskiptum sé ekki að þykja vænt um fólk????
Ég verð alltaf svo glöð þegar ég hitti gamla nemendur mína sem hrósa mér fyrir að ég hafi sýnt þeim virðingu, hlustað og fíflast svo með þeim líka og þess vegna hafi þeir getað lært hjá mér, m.a.s. stærðfræði Held að þetta yfirfærist á pólitíkina!
En - enn og aftur - tökum þátt í að móta pólitíkina og þar með samfélagið okkar - farið er inn á www.xs.is og þar er maður leiddur í gegnum ferlið - það þarf aðeins að bíða eftir að lykilorðið komi í heimabankann, maður getur bara kíkt á facebook á meðan!
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í prófkjörinu vona að þú náir settu marki. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu hafa gott af því að hafa jafn öfluga manneskju einsog þig í stjórnarandstöðunni.
Stjúpsonurinn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:48
Hvað er búið að skipta um skoðun - eða ertu bara kominn heim - enn einu sinni???
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 5.3.2009 kl. 13:56
Ég telst víst vera Reykvíkingur samkvæmt þjóðskrá svo ég get því miður ekki kosið.
En í staðinn sendi ég þér bara þykjustuatkvæði í huganum og vona að þér gangi sem allra best í prófkjörinu
Anna Berglind (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:05
Hef alltaf áskilið mér þann rétt að skipta um skoðun og vera sammála því sem mér hentar best í hvert og eitt skipti.
Veit ekki hvort ég hafi átt heima einhversstaðar í pólitík þó svo ég hafi yfirleitt kosið á sama veg en í dag er ég á barmi þess að skrá mig í stjórnmálaflokk í fyrsta sinn á ævinni, en ætla mér þó þann rétt að vera ósammála honum ef ég verð það.
En ég hugsa að þú sért ein af MJÖG fáu samfylkingarfólki sem ég myndi treysta á þingi.
P.s. Sjálfstætt og fullvalda Ísland takk fyrir, nenni nefnilega ekki að fara að læra norsku og fara að flytja þangað.
Stjúpsonurinn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:50
Sæl. Mér finnst verst í þessu prófkjöri að þurfa að velja átta manns. Hefði viljað velja fjóra og láta þar við standa.
Þorbjörn, 5.3.2009 kl. 15:32
Hva, voðalega hafið þið verið aftarlega á merinni þarna í Hafnarfirðinum. Ekki man ég nú eftir öðru en sjálfvirkum síma í Kópavogi
En ég segi eins og Þorbjörn, þarf maður að velja allan þenna fjölda? Eða má maður kannski bara segja Nína átta sinnum?
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:39
Ég var ekki í neinum vandræðum með að velja átta sem ég var ánægð með að kjósa - hefði getað kosið fleiri!
Gangi þér sem allra best í prófkjörinu, Jónína. Ég trúi því að þetta fari allt á besta veg.
Svala Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 17:25
Af hverju þarf að nota heimabankann? Ég næ kannski að kjósa á morgun ef ég finn auðkennislykilinn. Hvaða póliík er þetta?
Siggi
Siggi Ingólfs (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:33
Takk fyrir ábendingar, rökræður og stuðning.
Siggi minn jákvæði og pedagógíski - komdu á í kjallarann á Hótel Héraði á laugardaginn svona milli 11 og 17 og þá getur þú kosið á staðnum án allra auðkennislykla - ég er löngu búinn að týna mínum líka - fæ bara númer í sms - lang þægilegast...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 6.3.2009 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.