4.3.2009 | 15:47
Íslenskur vetur
Nú sit ég í góðu yfirlæti á Skólaskrifstofunni á Reyðarfirði - búið að gefa mér kaffi og hringja út og suður til að reyna að finna bílferð fyrir mig yfir Fagradalinn. Minn gamli góði Avensis á einu drifi þykir ekki góður valkostur í vetrarfærðinni yfir Dalinn - hann fær bara að hvíla sig þar til veður skánar. Ég hef gott af því að upplifa á eigin skinni hvernig það er að þurfa að fara yfir fjallveg til að sinna erindum sínum - sumir þurfa að gera þetta á hverjum degi. Það er algerlega nauðsynlegt að bora í gegnum fjöll til að tryggja öryggi og stækka atvinnu- og þjónustusvæði.
Ég er búin að heimsækja 4 af 5 skólum í Fjarðabyggð og hitta mikið af skemmtilegu fólki - spjalla um skólamál, samgöngumál og pólitík og læra mikið.
Mikið hefur verið talað um ríg á milli Héraðs og Fjarða - Fjarðamenn segja Héraðsmenn raga við að heimsækja þá - það virðist svo miklu lengra niður á Firði en uppyfir aftur - held að svolítið sé til í því...
Verðum við ekki að sameina sveitafélög á Mið - Austurlandi til að uppræta ríg og horfa á sameiginlega hagsmuni og samlegðaráhrif? Held að það kallaði afar hávært á samgöngubætur, þegar allt Miðausturland kallaði einum rómi!
Vona að ég komist heim fyrir bæjarstjórnarfund kl. 17!
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu, það eru bara nokkrir dagar síðan ég fór í bíltúr niður á Firði. Verslaði m.a. í Molanum
En auðvitað færi maður miklu oftar ef samgöngurnar væru betri.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:00
Ég er búin að segja þetta í tíu ár. það er gott ef fólk er farið að sjá það. Auðvitað á allt Mið-Austurland að vera eitt byggðarlag. Alla vegna á að gera göng þannig að hægt sé að gera það að einu 15 þúsundmannabyggðalagi með 20 mínútna akstri á milli allra staða. Það er hægt með SAMGÖNG.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 23:32
Vona að þú hafir komist heim heil á höldnu
Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.