Leita í fréttum mbl.is

Farsæl lausn

Enginn efast um að launþegar í þessu landi þyrftu að fá leiðréttingu launa sinna, strax.  Það er eðlilegt að okkur gremjist að við þurfum að taka á okkur skerðingar vegna þess að nokkrir strákar fengu að leika sér, óátalið, í einkaþotuleik með fullar töskur af loftbólupeningum.

En - hættan á að launahækkanir fari beint út í verðlagið og valdi auknu atvinnuleysi er mikil og því er þetta farsæl lausn fyrir alla að mínu mati.

Staðan í samfélaginu er þannig að alla fitu þarf að skera af á öllum sviðum, velta þarf um steinum í leit að þúsundköllum sem spara má til að ná endum saman án þess að nauðsynleg þjónusta verði skert.

Í mínu sveitarfélagi þurfum við að spara milljónatugi - það er erfitt, en mér finnst gott að vinna með starfsmönnum okkar, þeir hafa fullan skilning á málavöxtum og koma með fínar tillögur um sparnaðarleiðir.  Það er afar gott að geta unnið með fólkinu sem á að vinna verkin við breyttar aðstæður og líklegra til að skila árangri en valdboð að ofan.

Daginn í dag ætla ég að hefja með því að fara út í snjóinn í smástund, síðan er samstarfsfundur með aðilum sem koma að Miðstöð fólks í atvinnuleit.  Grænlensk sendinefnd sem er að vinna að löggjöf um málefni erlendra launþega ætlar að hitta okkur Gulla fjármálastjóra milli 10 og 11 og klukkan 17 er aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.  Í kvöld þarf ég svo að skipta mér á milli þess að vera pólitíkus sem á að borða með Hitaveitufólkinu og fermingarmamma sem á að vera úti á Eiðum með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. 

Milli 11 og 17 ætla ég að undirbúa mig fyrir framboðsfundi helgarinnar og reyna að kíkja aðeins á námsefnið mitt.  Það er mikill kostur við námið mitt í hversu góðu samhengi "skóli án aðgreiningar" er við jafnaðarstefnuna svo ég fæ með hverju orði sem ég les pólitíska innspýtingu!

Megið þið eiga góðan dag Smile


mbl.is Samstaða um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Viltu kíkja á gestabókina þína

kveðja,

ingibjörg

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.2.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband