Leita í fréttum mbl.is

Spennandi tímar

Búin að taka ákvörðun - hef boðið fram krafta mína til að vera í forystusveit Samfylkingarinnar í þessu kjördæmi. Ég þakka allar stuðningsyfirlýsingar og áskoranir og hlakka til að vinna með ykkur að framgangi jafnaðarstefnununnar.

Framundan eru erfiðir tímar, en í þeim felast tækifæri til nýrrar hugsunar og endurnýjaðra gilda sem ég held að muni hjálpa okkur mikið í uppbyggingarvinnunni.

Virk þátttaka allra og vinna að því að ryðja um hindrunum er hugsun sem mér finnst við þurfa að innleiða og leggja áherslu á.  Virðing fyrir fólki og skoðunum hvetur til þátttöku allra og við þurfum á öllum að halda til að leggja hönd á plóginn.  Hroki og hleypidómar eru "out" þegar allir þurfa að koma að því að byggja upp "Nýtt Ísland".

Auðvitað eru menntamálin mér afar hugleikin enda búin að vinna við þann málaflokk alla mína starfsævi - en ég tel líka að í fjölbreytilegu framboði á námi fyrir alla felist möguleikar til að jafna aðstöðumun og minnka stéttaskiptingu.  Menntun þarf ekki öll að vera á háskólastigi og ekki þurfa allir að verða stúdentar - hvers kyns starfsnám og atvinnutengt nám er metnaðarfullt og stórmerkilegt og til þess fallið að atvinnulíf og menntastofnanir kenni hvort öðru.

En nóg um pólitík í bili - nú þarf að undirbúa daginn og vekja gelgjuna sem er ekki sú morgunhressasta, þessi elska Wink

Megið þið eiga góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég óska þér innilega til hamingju með þessa ákvörðun.

Gangi þér vel.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.2.2009 kl. 08:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þessa ákvörðun, gangi þér vel góði bloggvinur

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 08:45

3 identicon

Til hamingju!

Birna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:29

4 identicon

Gangi þér vel gæskan. Megi atkvæðin sópast að þér

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:38

5 identicon

Get svosem ekki sagt að þetta komi mikið á óvart - þú hefur alltaf verið pólitíkus (í jákvæðustu merkingu þess orðs) í hjartanu! Sendi þér stuðnings- og baráttukveðjur.

Hanna Petra (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:58

6 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Það er svo sannarlega rétt hjá þér Jónína að "Hroki og hleypidómar eru

out í dag ". Eða svo sannarlega vona ég það. Það þarf nefnilega sýn kvenna í pólítíkina í dag. Hlakka alveg óskaplega mikið til að taka þátt í þessum slag með þér og öllum þessu flottu konum sem ætla að skella sér í prófkjör Samfylkingarinnar  í Norð austurKjördæmi. Gangi þér vel

Guðrún Katrín Árnadóttir, 18.2.2009 kl. 19:54

7 identicon

Blessuð og sæl

Óska þér góðs gengis í prófkjörsslag, og þingmennsku að honum loknum.   Gangi þér allt í haginn

Ragnar Magnússon (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband