7.2.2009 | 15:54
Hver ræður í þessu landi????
Verð að viðurkenna að ég er hissa, bálreið og vonsvikin yfir því að bréf frá forstætisráðherra landsins með ósk um að Seðlabankastjórar sem eru starfsmenn ríkisins hætti störfum dugi ekki til. Ég veit að það er stórmál að segja þeim upp, það þarf tilheyrandi áminningar - munnlegar og skriflegar - og hvers kyns skrifræði til að fullnægja því réttlætismáli sem breytingar á stjórn Seðlabankans eru ef koma þarf til uppsagna. Það er löngu vitað að Davíð Oddsson er hrokafullur og þrjóskur - en að geta setið áfram vitandi að ríkisstjórnin og þjóðin vilja hann burt - hlýtur að teljast heimska - og fram að þessu hef ég ekki talið það orð lýsa honum - en kannski er skýringin á hegðun hans bara svo einföld... Veit lítið um hina tvo - tek ofan fyrir Ingimundi - og verð að viðurkenna að ég tel Eirík bara fylgja Davíð - án þess að vita neitt um það - stundum leyfir maður sér bara að álykta...
Um leið og ég ergi mig yfir þessu - velti ég aðeins fyrir mér framboðsmálum - atvinnuástandi á Héraði - en leyfi mér í dag fyrst og fremst að hugsa um hvað ég ætla að skemmta mér vel á þorrablóti Vallamanna á Iðavöllum í kvöld. Aldrei þessu vant er þetta blót það eina sem ég ætla á - svo ég hef lítið etið af súrmat og hákarl og takmarkað kneifað öl á þessum þorra - svo nú þarf að taka vel á því.
Er í þeirri merkilegu stöðu að vera ein heima um helgina, englabossinn er að keppa í handbolta í borginni og örverpið að keppa í körfubolta í Skagafirðinum. Ég þurfti því að gefa hrossum þeirra í gærkvöldi og síðan aftur í fyrramálið - finnst afar róandi að nusa af heyi, moka aðeins skít og spjalla við hrossin, það gefur manni jarðsamband. Mín hestamennska felst fyrst og fremst í því að vera hestasveinn fyrir börnin mín og ég kann því vel - fínt að komast á bak einstöku sinnum - svona þegar heldur fer að hlýna.
En nú þarf að fara að huga að fötum, skarti og snyrtingu...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.