Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur

6. febrúar er og verður einn stærsti hátíðisdagur ársins hjá mér og mínum.  Þann dag árið 1988 fæddist englabossinn minn sem síðar fékk nöfn afa síns og langafa, Guðmundur Þorsteinn, á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, að viðstöddu prúðbúnu fjölmenni, því þorrablótstíminn var í hámarki og ljósmóðir og læknar kallaðir af blótum til að taka á móti þessum yndislega dreng. 

Pabbinn var ákveðinn í að í þetta sinn ætlaði hann að tilkynna mér hvort kynið við værum að eignast og kallaði um leið og stráksi slapp út - það er strákur - og þá stundi mamman sem þurfti heldur meira að hafa fyrir því að koma englabossanum í heiminn en pabbinn - hann heitir a.m.k. Guðmundur. 

Nú eru 21 ár síðan þessi fæðing átti sér stað  - en - 7 árum seinna, 1995  fékk Guðmundur Þorsteinn svo litla systur í afmælisgjöf - hún fæddist í Reykjavík - og það var bara sloppaklætt fólk viðstatt - en talsvert mikið af því - legvatnið var litað svo einhver viðbúnaður var - en hið kraftmikla örverpi okkar orgaði hressilega og losaði sig við allan óþverrann ein og sjálf - og þetta upphaf hefur mótað hana talsvert - hún getur og gerir ýmislegt ein og sjálf.  Hugmyndaflug foreldranna var ekki meira en svo að þau nefndu dömuna bara eftir þeim sjálfum - enda Berglind Rós hið fallegasta nafn.

Það er mikið ríkidæmi að hafa fætt af sér þrjú heilbrigð börn sem öll eru vel af guði gerð og hefur vegnað vel í lífinu fram til þessa - það er ekki sjálfsagt og mér finnst ég þurfa að þakka fyrir það á hverjum degi. 

Þess vegna finnst mér það líka skylda mín að viðhalda góðu sambandi við pabba þeirra þó að okkar hjónabandi sé lokið.  Börnin okkar eiga það skilið að við séum áfram foreldrar þeirra, saman, þegar þess þarf og getum talað um allt sem þeim viðkemur í góðri sátt.  Þess vegna gefum við þeim enn saman allar gjafir svo þau fái sem oftast að upplifa að þó mamma og pabbi búi ekki saman er það í raun okkar mikilvægasta hlutverk að vera foreldrar þeirra.

Ég veit að stundum er málum þannig háttað að erfiðleikarnir sem á undan eru gengnir eru svo miklir að góð samskipti eru nánast útilokuð.  Þess vegna held ég að það sé stundum betra að skilja áður en allt er komið í fastan óleysanlegan hnút - þó ég mæli ekki með hjónaskilnuðum nema ekkert annað úrræði sé til staðar.

Jæja þetta var svona sálfræðileg færsla - engin pólitík í dag.... megið þið eiga góðan dag Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með  afmælisbörnin þín

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 11:54

2 identicon

Innilega til hamingju með englabossann og sjálfstæðu, verðandi fermingarsnótina þína svo sannarlega flottur dagur hjá ykkur öllum.  Vona ég að þið hafið notið hans til hins ýtrasta... Sjáumst á morgun, júhúúúú.....

Edda (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

Þetta er merkilegur dagur, og merkilegt nokk þá man ég eftir báðum skiptunum sem pabbi tilkynnti mér að ég væri orðin stóra systir.. fyrri deginum man ég þó aðeins minna eftir :S en ég man samt þegar ég fékk að vita að það hefði komið strákur...

En svo var hún Klara, sem er með mér í bekk að eignast englabossa í gær, rétt fyrir miðnætti eða kl. 23.56 - ég mun aldrei gleyma afmælisdegi hans ;) 

Guðbjörg Anna , 7.2.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband