Leita í fréttum mbl.is

Einlægni Jóhönnu og fíflagangur sjallanna

Var auðvitað ánægð með Jóhönnnu í gær - hún klikkar aldrei - einlægni hennar og biðlan til þings og þjóðar um samstöðu á erfiðum tímum hittir vonandi í mark víðar en hjá mér.

Sjónleikurinn "Kosning þingforseta" var óneitanlega spaugilegur - en ekki alveg það sem háttvirt Alþingi ætti að eyða dýrmætum tíma sínum í - aldrei - og alls ekki þegar heimili og fyrirtæki í landinu berjast fyrir lífi sínu.  Ekki leið til að auka trúverðugleika stjórnmálamanna!!!

Vonandi verður vinnufriður á þingi núna svo fara megi að vinna þau verkefni sem verður að vinna til að samfélagshjólið geti farið að snúast eðlilega - vonandi virka þau lagafrumvörp sem lofað er sem virk smurning á þau tannhjól sem verða að virka.

Ég dreif mig í ræktina í morgun - framundan er spennandi dagur sem er að miklu leyti helgaður vinnu við eflingu Vísindagarðsins ehf á Egilsstöðum og svo er foreldrafundur um Olweus í kvöld - orkan sem sótt er í hreyfinguna nýtist vel í verkefni daganna.  En ekki má gleyma að efla andann - er að lesa ævisögu Lárusar Pálssonar - frábærlega vel skrifuð bók - vantar aðeins meiri tíma til að geta sökkt mér niður í hana - hlýt að finna hann einhvers staðar.   Vona að við eigum öll góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mest hrædd um að sjallarnir gefi engan vinnufrið. Þeim virðist vera sk..sama um þessa þjóð !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 5.2.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband