Leita í fréttum mbl.is

Á milli hátíða...

Það er ósköp notalegt að vera svona á milli hátíða - íbúðin skreytt og fín en samt ákveðinn hversdagleiki brostinn á...

Við erum búin að hafa það fínt um jólin, rjúpurnar brögðuðust frábærlega með sínu hefðbundna rauðrófusalati og öðru meðlæti.  Jólahangikjötið var á sínum stað á jóladag og tertuboð í Gilsárteigi á annan í jólum brást ekki frekar en fyrri daginn. 

Við Karen Rós erum búnar að viðra okkur svolítið bæði í gær og í dag og maður finnur að það gerir öllum kynslóðum sérstaklega gott að anda að sér fersku lofti þegar ofátið ræður ríkjum á flestum heimilum.

Þegar áramót nálgast fer maður ósjálfrátt að huga að því hvert skuli stefna á nýju ári svona í ljósi þess hvernig árið sem er að líða hefur verið.  Maður veltir fyrir sér hvort maður vilji breyta einhverju, setja nýjar áherslur á einhverjum sviðum eða jafnvel kollvarpa einhverju.  Ég held að það sé hollt að setjast niður við tímamót eins og áramót eru og fara aðeins yfir sviðið, persónulega, atvinnulega, pólitískt og víðar. Meira um þetta síðar.

Rósabúntið mitt er að búa til pizzu og svo verður slakað á við sjónvarpið í kvöld. 

Megið þið eiga góða jólarest kæru lesendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólin eru enn sem betur fer -  Hafðu það gott fröken frábær.   sjáumst vonandi sem fyrst.

Dandý (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband