Leita í fréttum mbl.is

Skata og samskipti

Verð að viðurkenna að mér finnst hin skemmtlega hefð að borða skötu á Þorláksmessu alveg frábær.  Var svo heppin að okkur var boðið til Rannveigar vinkonu minnar í skötu ásamt fleiru góðu fólki - það er svo miklu skemmtilegra að vera í svolitlum hópi við skötuátið, en ein lítil fjölskylda úti í horni.... það þarf að ræða um skötuna, hvort hún sé nógu kæst og mann svíði ekki örugglega alveg niður í r......

Mamma kom austur um hádegisbilið í dag og hún og Helga systir og tvær dætur hennar gáfu sér góðan tíma til að fá sér að borða og spjalla, það var frábært.  Systurdætur mínar eru báðar komnar í háskólanám, önnur í hótelstjórnun í Sviss og hin í félagsráðgjöf í Reykjavík og ég hitti þær ekki mjög oft, svo ég var mjög ánægð að fá svolítinn tíma með þeim í dag.

Eitthvað var svo þrifið og stússað í dag líka og ekki bíða nein stór verkefni morgundagsins svo það verður bara sofið út og verið í rólegheitunum á morgun. Þarf aðeins að fara í heimsóknir og bera út jólakort og svo bara að fara aðeins yfir og fínpússa.

Megi jólahátíðin verða ykkur gleðileg og þið umvafin þeim sem ykkur þykir vænst um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðileg jól "nýja" bloggvinkona  Ég óska þér og fjölskyldu þinni friðar og ljúfrar samveru þessa hátíðardaga sem framundan eru

Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2008 kl. 00:22

2 identicon

Æ, nú fékk ég smá svona heimþrárkast - þið allar þarna fyrir austan að jólast og ég ein hérna úti. En ég kemst örugglega fljótt yfir það - er jú langt frá því að vera alein - hef bæði mann og börn + tengdó hérna kringum mig. En það væri nú alveg meiriháttar að geta skotist aðeins .......

Litla systir í Noregi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:49

3 identicon

Takk fyrir síðast Nína mín. Ja, þessi skata var sannarlega bara til að borða í góðum félagsskap, hún var svo sterk að ég var rétt fallin í yfirlið tvisvar  en þetta er partur af prógrammet.

Vona að þið hafið það huggulegt í Kelduskógunum um jólin og að þú njótir þess að hafa alla krakkana hjá þér, sérstaklega litlu rúsínuna hana Karen Rós

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jólakveða til þín og þinna.  Reindeer 





Haraldur Bjarnason, 25.12.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband