Leita í fréttum mbl.is

Jólin nálgast eins og óð fluga

Nú er bara vika til jóla - Egilsstaðir eru að verða verulega jólalegur bær, jólaljósin og snjófölin gefa sérstaklega notalegan og hátíðlegan blæ.

Á þessu heimili eru efnisleg aðalatriði jólanna tryggð - myndarlegt blágrenitré úr Hallormsstaðaskógi stendur á svölunum og rjúpurnar eru í frystinum.  Hin huglægu aðalatriði sköpum við sjálf með viðhorfi okkar og væntumþykju.  Þegar ég hljóp á brettinu áðan var ég einmitt að spá í hvað ég hlakkaði til að ræða tilefni jólanna við Karen Rós.  Við spjölluðum lengi saman í síma í gærkvöldi og það er svo yndislegt hvað lífið er einfalt hjá svona þriggja ára krílum.  Hún sagði mér að hún væri búin að fá pakka svo ég þyrfti ekkert að kaupa pakka handa henni!!! Það sama sagði hún þegar ég sagði henni að ég væri búin að kaupa handa henni jólakjól: "en amma ég á fínan kjól".  Þetta viðhorf þarf að varðveita!

Ég sat og skrifaði á jólakort í gærkvöldi - er svo gamaldags að ég handskrifa inn í kortin og handskrifa utan á umslögin, og nýt þess að hugsa til vina og ættingja um leið og ég skrifa, börnin mín benda mér reglulega á að ég gæti sparað mikinn tíma á að prenta límmiða á umslögin og líma textann inn í kortin - en ég held að ég hætti bara að skrifa jólakort ef ég hef ekki tíma til að skrifa þau sjálf.

Var að hlusta á morgunútvarpið - þar talaði viskulegur maður - misstu af nafninu - en eftir hans pistil er ég afar hugsi. Af hverju er ekki hægt að fastsetja viðmið á verðbótum/verðtryggingu í ákveðnu prósentustigi næsta árið, til að auðvelda einstklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum að standa í skilum? Það er hægt að fastsetja gengið - Seðlabankinn ákveður hvert vaxtastigið á að vera - festum verðbæturnar í t.d. 6 % - þá vita allir að hverju þeir ganga - áætlanagerð er auðveldari og við missum ekki algerlega stjórn á fjármagnskostnaði.

Í dag er síðasti bæjarstjórnarfundur ársins, aðalatriði þess fundar er fyrri umræða um fjárhagsáætlun.  Tillaga okkar hljóðar upp á afreiðslu hennar með rekstrarhalla - en veltufé frá rekstri er jákvætt.  Hugsa að mörg sveitarfélög sem eitthvað hafa verið að framkvæma síðastliðin ár séu í þessari stöðu. Hunderfitt en við erum búin að vanda okkur og ég er sátt við áætlunina þó útkoman sé neikvæð.

En fram að fundinum ætla ég að halda áfram að skrifa jólakortin upp á minn gamaldags máta og fara og kaupa nokkrar jólagjafir.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Leyfum börnunum að skapa jólaumgerðina, þá verða þau ljúf og góð

Ég spurði minn sonarson, sem verður 4ra ára í febrúar, hvað hann vildi í jólagjöf frá ömmu;  Kodda amma, mig vantar góðan kodda til að sofa á....Amman sem er afar stolt af lestrargetu drengsins spurði hvort hann vildi ekki líka bók;  nei, nei amma mín....ég á fullt af bókum

Sigrún Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 12:17

2 identicon

ég er ekki svona gamaldags..  mér finnst svo leiðinlegt að skrifa jólakort, en gaman að pakka inn pökkum og drekka jólaglögg

Dandý (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Lengi býr að fyrstu gerð

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband