12.10.2008 | 23:03
Hljómfögur danskan
Mikið er gaman að hlusta á dönsku í sjónvarpinu af og til - hin engilsaxnesku yfirráð eru svo yfirgnæfandi í töluðu máli sjónvarpsstöðvanna að það fer sérstakur vellíðunarstraumur um mínar kvartdönsku hljóðhimnur við að heyra sérhljóð í endum orða gleypt og kokað svolítið á errunum.
Er dæmigerð kona í kvöld - vinn verkefni - hlusta á sjónvarpið með einu og einu augnatilliti á skjáinn þegar mér heyrist eitthvað spennandi að gerast. Fór aðeins fram úr sjálfri mér í þessum margbrotna veruleika og týndi skjali sem ég var að fara að senda - fylltist engri panik því ég hélt að ég kynni algerlega að enduheimta slíkt tjón. En viti menn þrátt fyrir leiðsögn og allar tiltækar leiðir sem ég þekki finnst skjalið ekki. Örvæntingin var alveg að ná tökum á mér þegar ég fylltist forlagatrú og ákvað að sennilega væri verkefnið bara ekki nógu gott hjá mér - ég þyrfti að skoða það aðeins betur í fyrramálið áður en ég sendi það - og við það róaðist ég og fór aftur að njóta hinnar hljómþýðu dönsku um leið og ég las um lýðræðislegt skólastarf.
Kíki svo af og til á moggavefinn til að fylgjast með því helsta sem er að gerast í efnahagslífinu. Nú situr Árni Matt með alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þreifar á samningsstöðu okkar. Ég er ekki yfir mig hrifin af því að við leitum aðstoðar þangað - er skíthrædd um velferðarkerfið okkar, menntakerfið og auðlindirnar. En það er auðvitað ekki margt til ráða - staðan er ekki björt eins og er... vont þegar maður er alveg búin að missa traustið á þessum körlum sem ýmist tala af sér - eða tala ekkert en fljóta sofandi að feigðarósi....
Gæti skrifað langt mál um ábryrgð ríkisins á peningaleik jakkafatastrákanna sem léku frítt spil í skjóli þess að íslenska ríkið skrifaði upp á svo þeir gætu komist enn lengra í leiknum. En það er að koma nótt og ekki rétt að ræna sig friðsælum nætursvefni, ég ætla að reyna að vakna um miðja nótt til að spinna með Dandy og hinum skvísunum.
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
svo bara mæti ég ekkert í spinning.. vona að ég komi á miðvikudag..
Dandý (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:51
Ég kíki af og til á Moggavefinn til að taka kúrsinn á þvi sem er að gerast. Ég hef um langan tíma haldið að það dygði. En svo er ekki.
Það er nauðsynleg að kíkja einnig á vísi.is og Ruv .is
Þar er þessa dagana ýmislegt sem ekki er á mogganum. Greinilega ólíkt fréttanef hjá þessum miðlum, en af hverju veit ég ekki.
Jón Halldór Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 00:25
Þetta var nú ansi skemmtileg mynd þessi danska ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.10.2008 kl. 13:01
Nemendur mínir í dönsku í 8.bekk spurðu mig í dag hvað væri uppáhaldstungumálið mitt ...fyrir utan íslensku.
Ég var ekki í nokkrum vafa...
Sigþrúður Harðardóttir, 14.10.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.