6.10.2008 | 21:04
Ríkisvæðing
Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á því að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum yrði eins afgerandi og raunin varð. Nánast er hægt að tala um ríkisvæðingu bankakerfisins. Meira að segja kommúnistinn sem í mér blundar varð hissa. En ekki er hægt að segja annað en að nú gengu allir takt - pólitíkusar allra flokka, aðilar vinnumarkaðarins og fagmenn. Er nokkuð hægt að gera annað en treysta þessu fólki (það fór nú lítið fyrir konum í þessari umræðu!) og halda ró sinni án þess að stinga hausnum í sandinn.
Í skólanum í dag talaði Kristján Kristjánsson heimspekingur um það að Íslendingar segðu gjarnan "þetta reddast" á meðan Kínverjar segu "við verðum að halda andlitinu" - mér finnst fínt að blanda þessu saman - trúa því að þetta reddist allt með andlitið í réttum skorðum. Þannig held ég allavega að við verðum að kynna stöðuna fyrir börnunum okkar til að hindra óþarfa kvíðahnúta og óróleika. Börn eiga ekki að vera með peningaáhyggjur - það er allt í lagi að setja börn inn í aðstæður lífsins en ekki að leggja þeim óþarfa byrðar á herðar.
En við Guðbjörg Anna sitjum og drekkum gott kaffi og beilís með klaka, hlæjum svolítið og kryfjum lífsgátuna - gaman að eiga svona fullorðna dóttur sem hægt er að spjalla við um allt milli himins og jarðar og það sakar nú ekki að hún er hvorki illa gefin né leiðinleg...
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Jónína mín... já, þetta eru undarlegir tímar sem við erum að upplifa núna.... eitt er víst að öll verðum við reynslunni ríkari, hvort sem það eru háir herrar eða konur í æðstu stöðum eða venjuleg Jóna eða Jón... Þá er ekki verra að eiga dóttur sem er hvorki illa gefin né leiðinleg til að deila góðum stundum með og hún heppin að eiga mömmu eins og þig........ þú ert heppin og þið báðar. Njótið þess að vera til og vera saman :) svo ég minnist nú ekki á ömmubarnið :)
Edda Egils (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:57
Já þú ert heppin að eiga ekki leiðinlega dóttir- það væri örugglega erfitt að eiga barn sem maður gæti ekki hugsað sér að setjast niður með og spjalla. En þú ert nú svo sæt, skemmtileg, jákvæð, fyndin og fáguð. Hvernig ætti hún að hafa mistekist. ?? mar bara spyr sig.
sjáumst á morgun - eða hvað !!
Dandý (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:25
Erum við kynslóðin sem fékk allt upp í höndurnar og klúðraði málum svo að sjálfstæði þjóðarinnar er í hættu? Ég sé ekki betur.
Sjaldan launar kálfurinn ...og svo framvegis.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.