Leita í fréttum mbl.is

Litadýrð á Norðausturlandi

Í gærmorgun ók ég af stað til Húsavíkur til að fara á aðalfund kjördæmisráðs Samfylkingarinnar. Ferðin gekk vel og lyngmóarnir skörtuðu haustlitum eins og þeir gerast alfallegastir... fundurinn gekk vel svo og málþing um Evrópumálin sem haldið var að loknum aðalfundi.  Áhersla var lögð á að skoða hver áhrif inngöngu í ESB yrðu á hinar dreifðu byggðir landsins - ógnir og tækifæri leynast í inngöngunni en engin leið er að vita nákvæmlega hver samningsstaðan er nema sækja um inngöngu og skoða málin í alvöru.... eftir hverju ætli við séum að bíða....

Eftir fundinn ókum við Sigrún vinkona mín til Akureyrar, við höfðum um margt að spjalla á leiðinni, það er gott að eiga vin sem er í svipuðum sporum og maður sjálfur - á kafi í vinnu, enn meira á kafi í pólitík, ein með börnin og finnast lífið almennt skemmtilegt... Við fórum út að borða á Rub 23 sem er nýr staður byggður á merg gömlu Karólínu - frábær matur og fín þjónusta - Sigrún bauð þeirri gömlu út að borða í tilefni sextugsaldursins... Við drifum Láru Stefáns svo með okkur á Vélsmiðjuna, dönsuðum og trölluðum fram á nótt og byrjuðum svo aftur að slúðra snemma í morgun.... Ég kíkti svo aftur á Láru í morgun og kíkti aðeins á námsskipulagið í hennar mastersnámi  og var vægast sagt hrifin, HÍ á talsvert ólært í fjarnámskipulagi...

Kíkti aðeins í búðirnar á Akureyri og keypti afmælisgjöf handa dótturdótturinni sem er að verða 3ja ára - finnst hún hafa fæðst í gær....

Ók síðan heim og naut litadýrðarinnar aftur - auk þess sem andanefjurnar á Pollinum sýndu sig... notaði tímann og spjallaði við gott fólk á leiðinni.  Við Berglind Rós nýttum okkur svo þjónustu Subway og sitjum nú saddar og sælar og spjöllum á milli þess sem við kíkjum í tölvuna og á sjónvarpsskjáinn...  það sem eftir lifir kvölds þarf svo að læra, skrifa fundargerð, kíkja á fundarboð og fleira... dagurinn á morgun hefst svo kl. 5:40 - það er spinning og Dandý líður ekkert kæruleysi.

Stal þessari mynd af hinum nýju vinum Akureyrar af blogginu hans Jóns Inga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Góð helgi hjá þér mín kæra!

Sigþrúður Harðardóttir, 15.9.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Úff, ég varð nú bara þreytt á að lesa þetta ;)  Hefði gjarnan viljað skella mér með ykkur á Vélsmiðjuna.....en hefði þá líklega ekki farið á Súlur á sunnudeginum ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.9.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband