5.9.2008 | 20:07
Kerfi
Almennt er ég mjög hrifin af skipulagningu og kerfum sem þjóna tilteknum markmiðum. En ósveigjanleg kerfi sem eru til - af því bara - pirra mig.
Undanfarna daga er ég búin að ergja mig yfir tvennu: annað er heilbrigðistengt og hitt tengist fjarskiptum.
Frumburðurinn minn er búin að vera með leiðinda kviðverki í nokkurn tíma - alveg keyrði um þverbak um daginn þegar hún var á Hornafirði að heimsækja kærastann svo hún heimsótti ágætan lækni á Höfn sem sagði strax lýsingu hennar á verkjunum geta bent til gallsteina. Þessi ágæti læknir sendi rannsóknarbeiðni til einhvers fíns sérfræðings í höfuðborginni. Sá hafði fljótlega samband við sjúklinginn, kallaði hana til sín snemma á mánudagsmorguninn, setti hana í sónar og sagði hana með grjót. Þetta tók 5 mínútur og sjúklingurinn þakkaði fyrir og spurði síðan hvað ætti að gera við þetta grjót sem væri að valda henni óþægindum. Það sagði þessi sérfræðingur ekkert geta sagt um, hann myndi senda niðurstöðurnar á Höfn og þaðan lægi leið þessarar niðurstöðu norður með austurströndinni í Egilsstaði sem er heilsugæslustöð fjölskyldunnar. Frumburðurinn býr í Reykjavík og hefur búið þar í rúm tvö ár og ljóst er að þar mun verða unnið að því að losa hana við grjótið. Hún hefur nú fengið símatíma hjá lækni á Egilsstöðum á mánudaginn - og þar mun verða skráður enn einn kafli í sögu grjótsins í gallblöðru frumburðar míns. Ætli sé ekki líklegt að lokakaflinn verði síðan skráður hjá fína sérfræðingnum í bænum sem fær sennilega fleiri þúsundkalla úr vasa fátæku námsmeyjarinnar minnar fyrir að mylja grjótið og losa hana við það.... mér finnst þetta ótrúleg vinnubrögð á tímum rafvæðingar og nútíma tækni..., af svona vinnubrögðum skapast örugglega hagvöxtur - en hagræðingin er ekki augljós...
Og þá er það hinn fjölskylduvinveitti Sími sem bíður upp á 0 - ið svo að fjölskyldur geti talað saman án þess að þurfa að greiða fyrir. Mér fannst þetta afar göfugt af Símanum og ákvað að nýta mér þennan höfðingsskap svo ég og börnin mín gætu talað saman af hjartans lyst fyrir ekki neitt. Yndisleg stúlka svaraði mér og vildi allt fyrir mig gera, en - það er svolítið af smáu letri í hinni göfugu fjölskyldustefnu Símans - allir verða að hafa sama lögheimili, þýddi ekkert að benda á að dreifbýlisbörnin þyrftu að fara í nám að heiman og það verða að vera a.m.k. þrír með sama lögheimili til að síminn viðurkenni að um fjölskyldu sé að ræða, þetta ákvæði get ég alls ekki skilið eða viðurkennt, ég get fallist á þetta með lögheimilið en að það eigi að mismuna fjölskyldum eftir stærð get ég alls ekki fellt mig við - slíkt stenst engar jafnræðisreglur.... Smáa letrið virðist stundum fyrirferðameira en meginmálið...
Ég er ekki vön að pirra mig eða vera fúl - en kerfið getur stundum gert mann kolvitlausan...
En nú ætla ég að róa mig niður og eiga afslappað kvöld í sófanum með kertaljós og vínglas, megið þið eiga góða helgi.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varðandi fyrra málið get ég ekki annað en tekið undir með þér.
Varðandi seinna málið get ég ekkert vorkennt þér. Úrlausnir eru allavega 3: Nova, Tal og Vodafón.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 01:30
Segðu henni að biðja um að fara á Nesk. í gallsteinatöku, þar er lang minnsti biðtíminn og góður skurðlæknir.
Gréta A. (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 10:37
Þið eigið samúð mína alla ef þið þurfið að finna leiðina inn í hið mikla völundarhús heilbrigðiskerfisins.
En ég get glatt þig með því að það mun vera í undirbúningi frumvarp til laga varðandi sameiginlegan heilbrigðisgagngrunn fyrir landið. Þar skilst mér að m.a. eigi að taka á því vandamáli sem skapast í samskiptum þegar sjúklingur af landsbyggðinni þarf að eiga líf sitt og heilsu undir sérfræðingum í höfuðborginni. Sem sagt, það mun eiga að greiða aðgang heimilislækna að sérfræðiupplýsingum varðandi sjúklinga og öfugt.
Hann Stefán okkar læknir hér á Egilsstöum situr í nefnd sem er að vinna að þessum málum.
En batakveðjur til Guðbjargar Önnu
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.