Leita í fréttum mbl.is

Silfurmaður og silfurstrákar

Auðvitað hefði verið skemmtilegast að fá gull - en silfur er ekkert slor.  Ég er búin að hugsa oft um Vilhjálm Einarsson, silfurmanninn okkar, þessa baráttudaga strákanna okkar.  Hans afrek var auðvitað einstakt - æfingaaðstaðan hans var víst ekki upp á marga fiska, ég hjóla oft framhjá grasflötinni sem hann notaði sem kastsvæði og svo fékk hann lánaðan hest og kerru til að flytja sand í stökkgryfjuna sem hann bjó til.  Auðvitað voru aðrir tímar þá og aðrar kröfur en ég held samt að það sé gott að hugsa aðeins aftur til þessara tíma þegar tartanbrautirnar og gervigrasvellirnir voru ekki á hverju strái. Held að það væri  gott fyrir ungmennin okkar að þurfa stundum að hafa aðeins meira fyrir lífinu.  Mín yndislegu afkvæmi benda mér gjarnan á að þetta hafi verið í eldeldgamla daga þegar ég segi þeim einhverjar svona sögur...., en eldeldgamalt var líka svolítið gott...

En handboltastrákarnir okkar eiga allt gott skilið, þeir eru frábærar fyrirmyndir fyrir ungviðið okkar, þeir hafa sýnt hversu langt er hægt að ná með einbeittum vilja, réttu hugarfari og markvissum æfingum.  Ég hefði viljað að þeir færu í ferð um landið, heimsæktu skólana og töluðu við krakkana um það hvernig má ná svona árangri...

Til hamingju, við öll, með að eiga svona afreksmenn og að hafa átt þá lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Frábærir, flottir og sætastir!!!!

Sigþrúður Harðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta með að nýta afrekið til að auka íþróttaáhuga meðal barna og unglinga.

Mér finnst þó hafa gleymst í allri umræðu um að aldrei hafi svo fámenn þjóð unnið verðlaun í hóp íþrótt á ÓL, að Ísland hefur unnið gull í Heimsmeistaramóti í Bridge. Það er eins að margir geri sér ekki grein fyrir hve stórt afrek það var.

Þar, eins og nú var sigurinn byggður á því að ná upp frábærum liðsanda, jákvæðu viðhorfi og einbeitingu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 25.8.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband