22.8.2008 | 10:04
Háskólastúdent
Það er skrýtið að vera ekki að fara að kenna í haust, þetta er fyrsta haustið síðan 1982 sem svona er ástatt fyrir mér, byrjaði að vísu ekki fyrr en í október 1995, átti smá eftir af fæðingarorlofi... Ég hef alltaf hlakkað til og fundist spennandi að fá misnýja nemendur og misný viðfangsefni, held að maður sé í réttu starfi meðan líðanin er þannig. Viðurkenni að ég hef líka hlakkað til að komast í sumarfrí öll árin
En nú bíða mín ný viðfangsefni sem nema, í framhaldsnámi í sérkennslufræðum . Í haust tek ég þrjá kúrsa og ætla síðan að byrja að skrifa lokaritgerð á vorönninni, vonandi get ég svo lokið þessu námi vorið 2010. Mér fannst stórmerkilegt að skrá mig inn í Uglu í fyrsta sinn í vikunni - er vanari að setja sjálf upplýsingar inn í svona kerfi og sitja í kennarasætinu. Ég held að þetta verði rosalega hollt og gott fyrir mig sem kennara, akademísk umræða er endurnýjandi og svo tilfinningin að ljúka kafla sem hófst fyrir rúmum tveimur áratugum, að ljúka framhaldsnáminu sem hófst á Hallormsstað haustið 1987. Á árunum 1987 - 1993 var ég meira og minna í námi með fullri vinnu og uppeldi tveggja ungra barna og þegar því lauk með BA gráðu í sérkennslufræðum (þá var ekki til mastersgráða í KHÍ) hét ég því að slíkt gerði ég aldrei aftur. Hef nú ekki staðið alveg við það því ég tók aðferðafræðikúrs 2002 og eitthvað var ég farin að spá í lokaverkefni á tímabili. En það er frábært að fá tækifæri til að fara í nám á fullum launum og geta einbeitt sér að því af fullum krafti. Mikið skal ég njóta þess. Á náttborðinu liggja nú Fötlunarfræði eftir Rannveigu Traustadóttur og Aska eftir Yrsu í mismunandi forgangsröð.
Ormsteitið heldur áfram. Í gær var frábær tískusýning þar sem ein af valkyrjum þessa sveitafélags sýndi þorrablótskjólana sína síðustu þrjátíu árin, allir heimahannaðir og að sjálfsögðu heimasaumaðir. Síðan voru tónleikar með Ragga Bjarna í gærkvöldi - hann er alltaf sami töffarinn, a.m.k. úr þeirri fjarlægð sem ég var frá honum og röddin ótrúlega lítið farin að gefa sig. Við Eydís skemmtum okkur konunglega og settumst svo aðeins inn á Nielsen á eftir og spjölluðum, það er frábært að hafa svona mikið líf í bænum, þyrftum að hafa sleitulaust ormsteiti....Í dag er dagur eldri borgara í tjaldinu og síðan allsherjar partý í kvöld...
Svo er það auðvitað handboltinn..., leikurinn milli Frakka og Króata er að byrja - ætla að hlusta á hann í útvarpinu á meðan ég bregð mér í húsmóðurgírinn og dansa við moppuna í léttri helgartiltektarsveiflu... Þá get ég með góðri samvisku sest niður og æst mig verulega í leik Íslendinga og Spánverju um hádegisbilið.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég vissi varla 9+3 eftir spennu leiksins en fann mig aftur..
mig langar að læra hjá þér.. hvernig geri ég það ?
Dandý (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:20
Gangi þér vel í skólanum og njóttu þess!
Áfram Nína!
Áfram Ísland!!!
Sigþrúður Harðardóttir, 22.8.2008 kl. 14:51
já njóttu þess að vera skólastelpa á ný og vonandi verða fráhvarfseinkennin frá kennslunni ekki alveg voðaleg. Ég hef lifað eitt haust undanfarin ár án þess að vera að taka á móti nýjum og gömlum nemendum, semja námskeiðslýsingar, fyrirlestra, verkefni og allt það - og það var mjög skrýtið. Mér fannst ég eiginlega svolítið gagnslaus og skrýtið að vera í vinnu sem var í svipuðum takti allt árið um kring.
Guðrún Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 16:14
Dugleg ertu. Njóttu vel.
Ég get ímyndað mér að þú hafir æst þig verulega yfir leiknum í gær
Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 11:33
Velkomin í hóp nema við HÍ.....
Lilja Kjerúlf, 23.8.2008 kl. 12:46
Gangi þér vel í skólanum gæskan. Mundu bara að núna átt þú ekki að setjast við kennaraborðið
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.