19.8.2008 | 08:38
Stelpur
Horfði á leik í 8 liða úrslitum kvennahandboltans í Peking áðan. Ungverjar og Rúmenar áttust við. Þvílíkur handbolti, stelpurnar voru frábærar - ungverska liðið var betra í heildina - en aðdáun mín beindist að einbeittum baráttuvilja rúmensku stelpnanna sem börðust af hetjuskap þó þær lentu á tímabili 8 mörkum undir og allir áhorfendur virtust halda með Ungverjunum, leikurinn endaði 34 - 30 fyrir ungversku stelpurnar. Fékk enn eitt tromp á hendi til að takast á við karlrembur sem tala um að kvennahandbolti sé leiðinlegur og lélegur....
Svo er það æðruleysisverkefni mitt númer eitt - stelpur á aldrinum 11 - 15 ára, nefndar ýmsum nöfnum, mér dettur fyrst í hug dramadrottningar og gelgjur.... Ég á eitt svona eintak, guðdómlegt og yndislegt. Það er eitthvað við samskipti milli þessara yndislegu, frábæru eintaka sem mér er fyrirmunað að skilja og mér finnst hræðilega leiðinlegt. Það þarf helst alltaf að halda einhverri utan við hópinn, það er endalaust talað illa um einhverja, það er ekki hægt að tala beint út, augnagotur og hvíslingar og fleiri samskiptaform í þessum dúr... Í einu orði sagt óþolandi.... Alltaf er einhver útundan og það má alls ekki hringja og reyna að hafa áhrif, það er víst rosalega hallærislegt - klöguskjóða er eitthvað sem alls ekki má vera...
Mér er falið þetta verkefni í annað sinn, núna á sextugsaldrinum. Ætti að vera orðin þroskuð og tilbúin í verkefnið, eftir talsverðan reynslupakka fyrir rúmum áratug í þessum efnum, með frumburð minn frábæran og 26 ára kennslureynslu, þar af 19 ár í heimavistarskóla... En þetta er eitt af því sem ég vil breyta.... en mér sýnist það vera svipað verkefni og að reyna að breyta gangi himintunglanna svo þetta er æðruleysisverkefni mitt númer eitt: ...að sætta mig við það sem ég get ekki breytt..., en ætli maður megi semt ekki reyna að hafa áhrif í svona æðruleysisverkefnum???
En af því að ég er sérfræðingur í Pollýönnuleiknum þá hugsa ég bara um hvað þessi ár voru englabossanum mínum yndislega vesenislaus og er þakklát fyrir að hafa fengið eitt hvíldartímabil á milli dramadrottinganna minna tveggja....
Ormsteitið heldur áfram - í dag er markaðsdagur í tjaldinu og sýning á Soffíu mús, barnaleikriti frú Normu, í Valaskjálf. Á morgun er svo fjölmenningardagur í tjaldinu og þorparakvöld á Café Nielsen. Hægt er að skoða dagskrána nánar á www.ormsteiti.is. Allir sem leið eiga um Fljótsdalshérað ættu að kikja við og vonandi eru heimamenn duglegir að nýta sér þessa frábæru dagskrá síðsumarshátíðarinnar okkar. Lára Vilbergsdóttir, sem á nú að öllum öðrum ólöstuðum, stærstan þátt í þessari hátíð, er hetja að hafa komið þessari hátíð á og haldið út öll þessi ár.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðruleysi sagði hún, jú og gott betur!
Það er hins vegar mín trú að við konur lærum þetta á endanum, þ.e. að konur eru konum bestar!
Hef unnið lengi með unglingum og dramað í kringum stelpurnar alveg með ólíkindum- ég man nú ekki eftir að þetta hafi verið svona, hlýtur að hafa versnað með árunum, eða hvað :)
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.