16.8.2008 | 20:22
Karnevalstemning á Fljótsdalshéraði
Uppskeruhátíð okkar hér á Fljótsdalshéraði, Ormsteiti, hófst í gær með hverfahátíðum. Grillað var í hverfum sveitarfélagsins og síðan gengið fylktu liði á Vilhjálmsvöll þar sem hátíðin var sett og hverfin kepptu sín á milli í nokkrum þrautum. Við í Litluskógum og Kelduskógum grilluðum við leikvöllin okkar og skemmtum okkur konunglega, gaman að hitta nágranna sína við afslappaðar aðstæður og kíkja á krakkana og finna svolítið út hver er hvers... Við vorum sérstaklega stolt í ár því okkar hverfi vann grillmeistarann og varðveitir hann því til næsta ormsteitis.
Skrúðgangan í ár var sérstaklega glæsileg því vinir okkar og samstarfsfólk frá Írlandi og Noregi aðstoðuðu okkur við að búa til frábæra karnevalstemningu með glæsilegum búningum og flottri sýningu. Gengið var fylktu liði niður í Egilsstaðavík eftir dagskrána á vellinum. Glæsilegir búningar voru upplýstir í kvöldhúminu og niðri í víkinni var fleytt ljósakylfum á fljótinu, skuggasýning á Fljótshússveggnum, eldsýningar og margt fleira... ég gekk heim í skýjunum yfir því að vera íbúi í þessu sveitafélagi þar sem þvílíkur menningarviðburður væri veruleiki - ég get ekki annað en verið því fólki sem vann verkið óendanlega þakklát - þetta var upplifun... karlinn í tunglinu tók þátt í karnevalinu okkar - notaði bleiku peruna og glotti við tönn...
Í dag er ég svo búin að vera Soroptimistasystir við Minjasafnið - selja þar reyktan silung, rabarbarasultu og bækur og þiggja dýrindis kjötsúpu, kaffi og lummur. Þá var það vígsluhátið á glæsilegu svæði Hesteigendafélagsins í Fossgerði og síðan opnun á sýningunni hennar Lóu í Sláturhúsinu, frábær sýning hjá Lóu og vídeóverkið með ljóðaupplestri Sigga gerir sýninguna enn hátíðlegri. Er alltaf jafn ánægð með Menningarmiðstöðina okkar í Sláturhúsinu - frystiklefinn er ótrúlega fallega ljótur og passandi fyrir alla viðburði....
Í kvöld ætla ég svo að slaka á heima til að vera spræk í göngu yfir Hallormsstaðaháls í fyrramálið og tónleika með Sniglabandinu og Borgardætrum, á Hallormsstað að göngu lokinni...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott bæjarhátíð hjá ykkur og greinilega fjölbreytt og innihaldsrík.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.8.2008 kl. 12:16
Sniglabandið og Borgardætur voru aldeilis skemmtileg í skóginum í dag. Stemningin var létt og full af lífsgleði
Lára Vilbergs á skilið að fá orðu fyrir framtak sitt varðandi Ormsteitið að öðrum ólöstuðum sem leggja hönd á plóg til að gera bæjarhátíðina okkar svona frábæra
Maður fer ekki að heiman nema í ítrustu neyð þá daga sem Ormsteitið stendur yfir
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.