12.8.2008 | 09:01
Dagskipan
Merkilegt hversu árstíðabundin dagskipan manns er. Á veturna finnst mér fínt að vakna klukkan 6 og hreyfa mig áður en vinnudagurinn hefst en á sumrin finnst mér þetta óþarfi þar sem vinnudagurinn hefst ekki á ákveðnum tíma og ég hef allan heimsins tíma en það verður gjarnan til þess að ég hreyfi mig alls ekki...
Ég þarf að vanda mig í haust og vetur, þegar ég verð ekki að kenna heldur að læra, að setja dagana í fast skipulag því það er afar auðvelt að missa dagana framhjá ef ekkert er skipulagið...
Unglingurinn minn, 13 ára, elskar að snúa sólarhringnum við, alltaf þegar tækifæri gefst. Hún er ekki í neinni vinnu í sumar og það verður til þess að hún sefur út og fer seint að sofa, en hún hafði orð á því í gærkvöld að nú væri víst best að reyna að fara að vakna á morgnana og gera eitthvað...
En nú styttist í skóla og önnur haustverkefni - fannst fínt að fara upp á bæjarskrifstofu í gær og setja mig aðeins inn í hvaða verkefni bíða núna eftir sumarleyfi, ætla að vinna þar eftir hádegi í dag, m.a. við að undirbúa bæjarráðsfund. Rammi fjárhagsáætlunar liggur fyrir og þarf ég að fara betur yfir hann með fjármálastjóranum, það er ljóst að gæta þarf mikils aðhalds í rekstri og fjárfestingum svo við getum haldið því þjónustustigi sem við viljum hafa og haldið áfram að byggja hér upp það samfélag sem við viljum sjá á Fljótsdalshéraði.
En núna ætla ég að drífa mig í ræktina - hef ekki litið þar við í margar vikur...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég og minn unglingur (14) ræddum þetta einmitt í gær að það þyrfti að fara æfa, að vakna á morgnana. Hann var reyndar á því að þetta væri miklu heldur spurning um að æfa sig í að fara snemma að sofa!
Já haustið er gott, ný byrjun og eins gott að vera skipulagður.
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:00
Það er best að vera með lífið í fastri rútínu, eða mér finnst það, rútínan; vakna kl 7 klæða sig, klæða barnið, fara út, keyra í leikskóla, fara í skólann, sækja á leikskólann, fara í ræktina, fara heim, borða og svæfa, læra svo fram á kvöld, er fín ;) ætla að halda henin áfram í vetur...
Unglingurinn þinn er náttúrulega svakeg með það að koma sér ekki í rúmið....
Guðbjörg Anna , 12.8.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.