11.8.2008 | 12:11
Komin heim úr borginni
Síðustu dagar júlímánaðar voru fullir af ljúfum fjölskyldustundum, þar sem hlýja og góðar endurminningar voru í aðalhlutverki. Guðbjörg Anna kom austur á miðvikudegi fyrir verslunarmannahelgi og Torfi á fimmtudeginum og Karen Rós var hér fyrir í heimsókn hjá ömmu. Jón Matthías var hér líka með sína fjölskyldu og þau litu hér oft við svo ég fékk að upplifa það að vera með allt mitt fólk hjá mér þessa daga. Jón Bergsson var síðan kistulagður föstudaginn 1. ágúst og útför hans var 2. ágúst. Báðar þessar athafnir voru fallegar og virðulegar og það setti óneitanlega svip á útförina að sonardóttir og dótturdóttir sungu við útförina, þær kvöddu afa sinn eftirminnilega.
Á sunnudeginum fór síðan fólk að tínast heim og á miðvikudaginn ókum við Berglind Rós með Rannveigu vinkonu minni suður. Við vinkonurnar vorum löngu búnar að kaupa okkur miða á Clapton tónleika og ákváðum að nota ferðina vel. Við fórum norðurleiðina suður með kaffi á brúsa og brauð í boxi, stoppuðum í Víðidalnum og nutum náttúrufegurðar, góðviðris og samverunnar. Goðafoss fékk stutta heimsókn og á Akureyri voru búðirnar aðeins skoðaðar og síðan var brunað nokkuð sleitulaust í bæinn. Mamma fékk að njóta þess að hafa okkur Berglindi Rós í eina nótt en Guðbjörg Anna og Karen Rós fengu rest. Dagarnir í bænum voru nýttir til að kaupa skólaföt á unglinginn og svo voru kvikmyndahúsin heimsótt: Sex and the city og Mamma mia voru efstar á óskalistanum og ullu ekki vonbrigðum - mamma mia vakti enn meiri lukku enda hægt að veltast um af hlátri á milli þess sem augun vöknuðu af tilfinningasemi...
Og síðan var það auðvitað aðalatriði Eric Clapton - hann og hans fólk var stórkostlegt, tónleikarnir alger upplifun - en auðvitað var talsvert heitt í Egilshöllinni - þær konur sem ég hef talað við eftir tónleikana hafa allar líkt svitabaðinu og eymslunum í fótunum við fæðingu, vont á meðan á því stóð en allt gleymt strax vegna hinnar sterku upplifunar... Claptondiskarnir verða í tækinu næstu daga, með smá Abbahléum...
Og í gær ókum við síðan suðurleiðina heim. Með viðkomu í Laugarvatnshelli, Vatnsleysu í Biskupstungum hjá Ragnheiði dómara, en hún er ættuð þaðan, stórmyndarlegt bú og einstaklega snyrtilegt og sumarbústaðurinn hennar Ragnheiðar frábær, aðeins stoppað á Selfossi og við Skógarfoss þar sem kaffið og samlokurnar var dregið fram en síðan var bara ekið heim og lent í hlaðinu á Ketilsstöðum um níuleytið. Þar biðu þau Guðmundur og Elsa með mat handa okkur og eftir að hafa borðað, spjallað og kíkt á Myrkvu sem er illa bólgin á fæti, var brunað heim og kíkt svolítið á sjónvarpið og í tölvuna og síðan var það draumalandið...
Í morgun lauk ég svo við bókina "Áður en ég dey", holl lesning fyrir alla...
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og sæl.
Nóg að gera í menningarreisum! þarf að frétta betur af söngnum í jarðarförinni.
Kv
Sissa
Sigþrúður Harðardóttir, 11.8.2008 kl. 12:56
Þetta ferðalag var bara snilld
Var heitt í Egilshöllinni???? Ég er alveg búin að steingleyma því, man bara eftir frábærum Clapton, frábærri hljómsveit og tveimur stelpum sem komu austan af Egilsstöðum til að skemmta sér 
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.