24.7.2008 | 22:32
Jón Bergsson látinn
Jón Bergsson, bóndi á Ketilsstöðum á Völlum, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum aðfararnótt miðvikudagsins 23. júlí.
Börnin mín hafa því misst eina afann sem þau hafa þekkt.
Við vitum að það var gott fyrir hann að fá hvíld frá erfiðum veikindum en í eigingirni okkar söknum við hans.
Jón var litríkur persónuleiki sem lék eitt af aðalhlutverkunum í lífi barnanna minna, þau voru svo heppin að eiga afa og ömmu í sveitinni sem sinntu þeim mikið og gáfu þeim tíma sinn og athygli. Til dæmis voru afasögur nauðsynlegar þegar þau lögðu sig með honum eftir matinn. Reiðtúrar með afa voru annar ríkur þáttur í lífi þeirra. Svo tók hann auðvitað þátt í að ala þau aðeins upp þegar hann taldi þörf á því...
Við erum þakklát fyrir ljúfar og hlýjar minningar og vitum að minning hans mun lifa.
Starfsfólkið á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum er búið að vera yndislegt allan þann tíma sem Jón hefur verið þar, en alveg sérstaklega þessar síðustu vikur, sem hann var veikastur - notalegheitin hafa verið einstök - þarna vinnur hver gullmolinn öðrum betri.... þau eiga óskerta virðingu mína og þakklæti fyrir óeigingjarnt starf og yndislegt viðmót.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Votta aðstendum mína dýpstu samúð vegna láts Jóns Bergssonar. Það var alltaf jafn ánægjulegt að hitta hann á Landsmótum hestamanna og öðrum stórmótum. Var alltaf mjög vingjarnlegur og hlýr við okkur Torfastaðahjónin. Blessuð sé minning mikils manns.
Drífa Kristjánsdóttir, 25.7.2008 kl. 09:06
Söknuður er ekki merki um eigingirni, hann er fylgifiskur væntumþykju.
Guð veri með ykkur Nína mín og styðji ykkur á sorgarstundu.
Rannveig Árnadóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:39
Elsku Jónína samhryggist þér og þínum innilega. Kíki stundum hérna inn og fæ svona "smakk" af því sem að er að gerast þarna fyrir austan en kvitta voða sjaldan en nú get ég ekki orða bundist og minnist skemmtilegs manns sem að ég veit að þér þótti vænt um. Bið algóðan Guð að varðveita ykkur í í ykkar miklu sorg.
Kv. Dagný
Dagný Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:02
Sendi þér og börnunum innilegar samúðarkveðjur.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:04
Kæra Jónína Rós.
Sendi þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur.
kv. Ólafía
Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:19
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi minningu höfðingjans á Ketilsstöðum.
Kær kveðja frá okkur öllum.
Sigþrúður Harðardóttir, 25.7.2008 kl. 10:26
Sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna andláts Jóns frænda. Hugur minn dvelur hjá ykkur.
Fjóla Æ., 25.7.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.