16.7.2008 | 09:38
Uppeldi
Lenti í því í gærkvöldi að vera alvarlega ósammála manni um uppeldisaðferðir. Er hugsi eftir átökin. Veit að ég hef ekki alveg alltaf rétt fyrir mér - en ég er nokkuð viss í þessu tilviki
Mér finnst að maður eigi að ræða við barn um það sem manni finnst athugavert í hegðun þess en ekki um það yfir hausinn á því....
Svo er lykilatriði að skilja hegðun frá persónu - krakkar eru oft að gera vitleysur og þurfa leiðsögn og skammir til að vita hvar rammarnir liggja..., en það á að skamma þau fyrir það sem þau gerðu vitlaust án þess að ráðast á persónu þeirra og gera lítið úr henni...
Börn þurfa að hvíla í þeirri fullvissu að foreldrar þeirra elski þau skilyrðislaust hvað sem á gengur, það þýðir ekki að það megi ekki skamma þau..., það þýðir að foreldrar þurfa að vanda sig við aðferðafræðina. Börn eiga ekki að þurfa að vera þakklát fyrir hvert viðvik sem foreldrarnir gera fyrir þau, en það er hlutverk foreldra að kenna börnum sínum að vera þakklát almennt fyrir lífið sjálft og allt sem það hefur upp á að bjóða.
Það er hlutverk okkar foreldra, að hjálpa börnunum okkar til að búa sér til sterka og jákvæða sjálfsmynd svo þau viti að þau geta það sem þau ætla sér og að það sé auðvelt að gera það án þess að valtra yfir aðra, því með því að meta sjálfan sig er svo miklu auðveldara að meta aðra að verðleikum líka.
Sterk sjálfsmynd og sjálfsvitund er lykilatriði í lífi fólks - og ég held að það sé sérstaklega mikilvægt að unga fólkið okkar eigi þessa sterku mynd af sér, því líf þeirra er oft flókið og áreitin mörg, maður þarf að vera sterkur til að þora að segja nei við óæskilegum áhrifum og velja frekar þau jákvæðari.
Það er gott að vera í sumarfríi og hafa tíma fyrir börnin sín, mín þurfa allavega sitt þó þau sér 23, 20 og 13...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð í þessu frábæra bloggi.
Það væri frábært ef foreldrar gætu hagað uppeldi sínu á þann hátt að börnin okkar verði einstaklingar með jákvæðari sjálfsmynd en þau eru kannski sum.
Ég held að mikilvægt sé að gagnrýna hegðun fremur er einstaklinginn.
Við erum öll breysk og höfum öll gert eitthvað sem betur mátti fara.
Bestu kveðjur.
Jón Halldór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 11:27
Ég verð að vera sammála því sem þú segir hérna, en svo er annað mál að það er svo erfitt að framkvæma þetta allt í einu...
Sem uppalandi finnst mér erfitt að halda jafnvæginu, leyfa barninu að njóta sín og verða að sjálfstæðri persónu, setja reglur og fylgja þeim er það erfiðasta, að lifa í nútíma samfélagi þar sem allt gerist á milljón og tíminn fyrir uppeldi virðist helst vera þegar barnið er sofandi, eða tja kannski um helgar... það er svo þægilegt að segja bara já okey, en maður á ekki að gera það... þetta er hárfín lína sem erfitt er að fylgja... Og stundum er að sjálfsögðu allt sem kallaðist einu sinni þolinmæði LÖNGU farið
Sérstaklega þegar börnin eiga ÖMMUR!!!!!!!!!!! sem virðast ekki eiga neinar reglur Vildi stundum að ömmur væru jafn strangar og mömmur.... eða myndu jafnvel fylgja reglum þeirra... allavega þekkja þær
Guðbjörg Anna , 16.7.2008 kl. 12:06
Við foreldrar erum nú líka breysk og gerum alls kyns vitleysur en við verðum nú að hafa viðmið....
Og ÖMMUR!!!!!! hafa sérstakan hefðbundinn rétt til að spilla barnabörnunum sínum svolítið, það skemmir örugglega ekki sjálfsmyndina.... nokkrir kaffibollar og öðru vísi svæfingar í nokkur kvöld eru hluti af ömmuréttinum....
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 16.7.2008 kl. 12:29
Mikið ert þú samt heppin að börnin þín áttu EKKI svona ömmur með sérstökum spillingarréttindum...
Ég verð að segja að ég hefði kannski hugsað mig betur um hefði ég verið búin að fá þetta skjalfestt með þessi réttindi
Guðbjörg Anna , 16.7.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.