10.7.2008 | 09:58
Júlí langt kominn, ég orðin fimmtug, en hátíðahöldum frestað...
Nú er langt síðan ég hef bloggað..., ég fór með börnunum mínum á landsmót hestamanna á Hellu sem stóð yfir 30. júní - 6. júlí. Berglind Rós var að keppa í barnaflokki á henni Myrkvu og gekk svona ljómandi vel. Fyrst komst hún í hóp 30 bestu á þriðjudegi, þá í hóp 15 bestu á fimmtudeginum og á laugardagsmorguninn var ljóst að hún endaði í 10. sæti af 96 keppendum. Fjölskyldan er afar stolt af prinsessunni sem kom okkkur öllum, og ekki síst sér, þægilega á óvart með þessu góða gengi. Það er alltaf rosalega gaman að fara á hestamannamót, maður hittir margt skemmtilegt fólk, sér frábæra hesta og fjölskyldan er saman frá morgni til kvölds.
Landsmótssunnudaginn varð svo Jónína fimmtug, um miðnætti var sungið hressilega fyrir mig og eitt augnablik þurfti ég aðeins að átta mig - ég var í alvöru orðin fimmtug - en það að ég dreif alla með mér á Hjálmaball í tjaldinu sannaði fyrir mér að andinn er enn hress þrátt fyrir háan aldur..., Steini Hjálmakarl gerði svo daginn enn hátíðlegri með fallegri afmæliskveðju af sviðinu. Steini er alinn upp á Hallormsstað var þar nemandi minn og nágranni.
En í lífinu skiptast á skin og skúrir, ljóst er að verulega er nú dregið af Jóni Bergssyni, afanum og tengdapabbanum, á þessum bæ svo við ákváðum að drífa okkur heim um miðjan dag á mánudegi til að geta átt tíma með honum og fjölskyldunni. Guðbjörg Anna kom svo með flugi á þriðjudaginn og á þriðjudagskvöld var ákveðið að fresta afmælisveislunni sem vera átti á föstudagskvöldið í tilefni af fimmtugsafmæli mömmunnar á heimilinu. Það er verra að vera með hátíðahöld í skugga kveðjustundar, svo ákveðið var að njóta kveðjustunda þessa vikuna og halda afmælið í ágúst þegar betur stendur á. Vona ég að þið sem þetta lesið látið fréttina um frestunina berast fyrir okkur...
Og svo held ég að sumarið sé að koma á Héraðinu...
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl.
Ég óska þér til hamingju með afmælið. Og um leið sendi ég fyrir hönd okkar hjóna þér og þínu fólki hlýjar kveðjur.
Við gleðjumst svo síðar saman eins og oft áður. Allt hefur sinn tíma.
Jón Halldór Guðmundsson, 10.7.2008 kl. 11:57
hæ sæta
til lukku með áfangann.. hvenær er morgunmatur
Dandý sæta (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:24
Til hamingju með árin fimmtíu!
Guðrún Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 14:10
Til hamingju með árin 50. Ég mundi eftir þessu á sjálfan afmælisdaginn, enda stutt frá afmæli litlu systur, en var sjálf stödd norður í landi utan við netheima! Litlan mín varð svo þriggja ára á mánudaginn, svo ég tengi þetta allt saman....allar þessar frábæru krabbastelpur
Sigþrúður Harðardóttir, 11.7.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.