Leita í fréttum mbl.is

Jasshátíð og blaðaskrif

Fór á tónleikana í iðrum jarðar í gærkvöldi, afar sterk upplifun, afar skemmtilegur hljómburður, afar skemmtilegt, afar fínn hljóðfærarleikur, afar frumlegur og flottur dans og .... margt fólk, margt skemmtilegt fólk, ógleymanlegt kvöld.

Í kvöld er það Larry Carlton í Valaskjálf, Rannveig er mætt til að passa fyrir mig sæti á meðan ég ergi mig yfir ófaglegum og óvönduðum skrifum, um grunnskólabyggingu á Egilsstöðum, í Austurglugganum.   Ferlið í þessum byggingamálum er búið að vera flókið og erfitt á erfiðum tímum í efnahagaslífi og á peningamörkuðum, en okkur tókst að lenda málinu á hagstæðan hátt, án þess að kostnaður við bygginguna hækkaði og án tafar á málinu.  Glæsilegur grunnskóli á Egilsstöðum mun verða tekinn í notkun haustið 2009 með öllum þeim möguleikum fyrir unga fólkið okkar sem því fylgir.  Það er það sem við eigum að sameinast um eftir að vera búin að takast á um leiðir í fjármögnun og byggingu, framkvæmdir eru farnar af stað, gleðjumst yfir því...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að ergja þig út af einhverju. ?

komdu í spinning., losaðu ergið

Dandý (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband