25.5.2008 | 11:45
Útskrift og veðurblíða
Menntaskólanum á Egilsstöðum var slitið í gær, í einstakri veðurblíðu, 42 stúdentar voru útskrifaðir og 1 af starfsbraut sem er námsbraut fyrir nemendur með þroskahömlun. Í fyrsta sinn útskrifaðist nemandi af hraðbraut skólans, ung dama gerði sér lítið fyrir og lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut, á þremur árum, með 9,20 í meðaleinkunn. Hún er alltaf hálftregafull þessi kveðjustund - þó gleðin sé við völd yfir loknum áfanga, er horft á eftir föngulegum hópi sem hefur verið hluti af skólasamfélaginu og sett á það sitt mót í þrjú til fjögur ár... Það verður til dæmis verulegur sjónarsviptir af honum Kristbirni, starfsbrautarnemandanum sem var að útskrifast, hann er engum líkur í háttum og tilsvörum, hans verður saknað af kennarastofunni svo oft var hann búinn að skemmta okkur ...
Ég var reyndar fyrst og fremst í mömmuhlutverkinu í gær - því eins og ég er nú búin að minnast á í einhver skipti var englabossinn minn hann Guðmundur Þorsteinn að útskrifast í gær. Það voru auðvitað mikil hátíðahöld í rúman hálfan sólarhring - það dugar ekkert minna fyrir svona englabossa. Það var byrjað með útskriftinni kl 14, kaffi í Menntaskólanum eftir hana - myndataka þar á eftir og svo veisla heima eftir það og svo þegar fjölskyldan fór að fara heim, fylltist íbúðin af þessum flottu krökkum, sem þurftu aðeins að stilla saman strengi fyrir ball - ótrúlega flottir krakkar vinir og vinkonur hans Guðmundar - ég fyllist stolti yfir æsku Íslands þegar ég horfi yfir þennan hóp, þau eru, eins og reyndar flest ungmenni - mannvænleg og fínir krakkar - kurteis og skemmtileg - kát og hress - klár og skapandi - já og svo má bæta við einhverjum fleiri jákvæðum lýsingarorðum....
Svo var auðvitað komið í snarl eftir ball - gleðskapnum lauk endanlega um 8 leytið í morgun..., allir glaðir og ánægðir - en kannski örlítið þreyttir...
Ég er þakklát fyrir að eiga þessa flottu krakka - þau eru heilbrigð og vel af Guði gerð - fyrir slíkt þarf maður að muna að þakka mörgum sinnum á dag...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir í gær Nína, þetta var mjög fallegur dagur og gaman að vera með ykkur öllum í Kelduskógum.
Þú kaupir kannski meira freyðivín næst, ef mér yrði það aftur á að baða hann Berg
Enn og aftur til hamningju með strákkinn og kveðja til Karenar Rósar vinkonu minnar
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:16
til lukku með drenginn.,.
heppin að vera á EGS núna mín kæra
Dandý (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.