23.5.2008 | 00:18
Íbúalýðræði
Var að koma af fundi um fyrirhugaða reiðhallarbyggingu á Stekkhólmasvæðinu. Vallamenn fengu tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri, flestir þeirra sem tjáðu sig voru á þeirri skoðun að það væri farsælt að byggja reiðhöllina við félagsheimilið Iðavelli. Rekstur beggja húsanna ætti að verða betri með þeirri samnýtingu sem næst með nábýlinu.
Ég held að þegar íbúar fái tækifæri til að tjá sig um mál sem á þeim brenna og tengjast þeim verði ákvarðanir mun farsælli og almennt náist um þær samstaða og ánægja...
Var því ánægð með kvöldið - það er líka alltaf svo frábært að vera á Iðavöllum.
Langt síðan ég hef bloggað - var í Reykjavík að fara yfir samræmt próf í stærðfræði - fróðlegt og lærdómsríkt. Samræmd próf - gagnleg - vonlaus - illa nýtt upplýsingaveita??? Hvert er samræmið milli samræmdra prófa og einstaklingsmiðað náms??? Gæti skrifað langt mál - læt spurningar nægja í bili...
Átti góða daga í Reykjavík - maí í Reykjavík er frábær - þó veðrið hafi ekki verið upp á það allra besta þessa 10 daga sem ég dvaldi í höfuðborginni, var yndislegt að vera í borginni þessa daga...
Næstu daga snýst lífið um útskrift englabossans - frumburðurinn og barnabarnið komnar austur, á morgun á að baka og þrífa auk þess að kíkja á ársfund Byggðastofnunar. Gelgjan mín er á Mývatni og kemur á morgun - skrýtið að hafa hana ekki heima....
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim aftur. Ég hef einmitt oft verið að velta þessu samræmi fyrir mér með prófin. Einstaklingsmiðað nám svo hver einstaklingur fái að njóta sín sem best, síðan eru allir steyptir í sama mót með samræmdu prófi. Nemendur sem síður ná háum einkunum ráðið frá því að taka prófin til að halda meðaltali skólanna uppi og um leið minnka möguleika nemendanna á því að velja sér framhaldsnám vegna þess að framhaldsskólar miða inntöku nýrra nemenda við árangur úr samræmdu prófunum. Vona innilega að nýju hugmyndirnar sem verið er að vinna að breyti þessu til batnaðar og jafnræðis fyrir alla nemendur og námið verði sannarlega einstaklingsmiðað nám.
Fjóla Æ., 23.5.2008 kl. 08:56
Samræmd próf og einstaklingsmiðað nám hljómar ekki samstætt og samstillt..., vonandi eru að opnast ný og spennandi tækifæri fyrir alla nemendur á öllum skólastigum...
Landið er stórt og fjölbreytt og alltaf eru nýir möguleikar að opnast...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.