Leita í fréttum mbl.is

Síðasti dagurinn...

Á morgun er síðasti skóladagurinn í ME þetta skólaárið.  Útskriftarnemarnir okkar dimmitera og við mömmurnar ætlum að gefa þessum elskum morgunverð í fyrramálið svo þau verði tilbúin í átök dagsins... Veðrið hér á Héraðinu er lítið spennandi - það er eiginlega bara vetur - já og það hávetur, í lok apríl..., en það þýðir ekkert að væla yfir því  - hverju breytir vælið svo sem...

Ég lauk við að gefa allar annareinkunnir í dag - uppskeran er misgóð - en flestir uppskera eins og þeir sá - einn og einn fær heldur lægra en manni finnst sanngjarnt vegna þess að próf hefur farið illa  - en það er hægt að leiðrétta að nokkru leyti með kennararaeinkunn sem endurspeglar vinnusemi nemandans.

Það er mikið um að vera á morgun - dimmisjónin - síðustu kennslustundir í öllum áföngum - og síðan íbúafundur um aðalskipulag, sérstaklega tengt þróun þéttbýlisins í Fellabæ, annað kvöld...

Yndislegt að eiga svo frídag 1.maí - börnin ætla að keppa á firmakeppni Freyfaxa - ég verð þulur þar og slæ tvær flugur í einu höggi, geri gagn og fylgist með krakkaögnunum.  1. maí var stórhátíðisdagur í minni fjölskyldu þegar ég var krakki  -  móðuramma mín hún Sesselja átti afmæli þann dag - og það var alltaf veisla og fullt af fólki í kringum okkur þann dag - alltaf gaman...

Að kvöldi 1. maí ætla ég svo að fljúga suður  - hlakka ótrúlega mikið til - það verður yndislegt að hitta fólkið mitt þar - upplifa borgina og hitta sérkennaraskólsysturnar á föstudagskvöldið - finnst órtúlegt að það séu 15 ár síðan við lukum náminu okkar á Stóru-Tjörnum... en ætli manni finnist ekki gaman að vera til ef tíminn líður svona hratt...

En nú er best að hvíla sig svolítið til að vera tilbúin í skemmtilegan 30. apríl...Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég vildi að ég væri að kenna!!! 

Jón Halldór Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 19:41

2 identicon

Blessuð

Þú verður fegin að koma hingað í vorið. Vor á Austurlandi er að jafnaði vont. Vor í Reykjavík er að jafnaði nokkuð sólríkt og vorlegt þó það geti verið kalt. Nú er til dæmis farið að grænka. Hef hitt reglulga Austfirðing sem dvalið hefur hér í borg í vetur. Við erum sammála um að veður í Reykjavík sé að jafnaði betra en á Asturlandi. Reyndar jafnast ekkert á við austfirska sumarblíðu en á hana er ekkert að stóla. Það var engin tilviljun að textinn um að yfir Esjunni svífi sólroðið ský hafi orðið til hér í borg. Á meðna ég bjó á Hallormsstað kom eiginlega bara almennilegt vor svona þrisvar fjórum sinnum. Að þessu sögðu býð ég þig velkomna í vorið. Líttu við.

kv. fyrrvernandi barnakennari Hallormsstað

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:04

3 identicon

Já, Jón Guðmundsson fyrrverandi barnakennari, ég er sammála þér með að það er ekki að undra að "svífur yfir Esjunni sólroðið ský" hafi orðið til fyrir sunnan. Ég meina, sérðu Pál Ólafsson í anda sitjandi hér úti á Hallfreðarstöðum og yrkja um Esjuna? Það hefði verið spaugilegt. Með Héraðsfjöllin fyrir augunum. Eins og Tómas hefði ort um stúlku stikandi eftir Tjarnabrautinni

En vorkvöldin við Faxaflóann eru yndisleg. En það eru líka sumarnæturnar í júní á Fljótsdalshéraði.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Mér finnst þessi hugmynd Rannveigar að ljóði um stúlku stikandi eftir Tjarnarbrautinni í vorgarranum góð hugmynd fyrir skáldið í þér Jón.

Hlakka til að anda að mér sunnlensku vori þó kalt sé - mun örugglega líta við í maí, Jón, takk fyrir það - ætla að koma aftur og aftur suður í vorið...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 1.5.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband