27.4.2008 | 16:41
Löng helgi
Þetta er búin að vera fín fjölskylduhelgi - mér tókst að ná gelgjunni og englabossanum á hestbak á sumardaginn fyrsta - og svo var farið á stelpureiðtúr á föstudaginn líka. Mikið sem það er nú gaman að fara á hestbak - skil aldrei af hverju ég geri þetta ekki oftar þegar ég loksins dríf mig... það gefur frábært jarðsamband að moka skít, kemba og anda að sér ilmandi töðulyktinni, svo ekki sé nú talað um tilfinninguna að ná sambandi við hestinn..
Rannveig bauð okkur svo í þetta fína læri á föstudagskvöldið - krakkarnir komu bæði með, við horfðum á Útsvarið með henni. Rannveig Kópavogsbúi var ánægð með úrslitin - ég hefði nú viljað hafa Akureyringana með áfram til að halda uppi merki landsbyggðarinnar...
Sumargjöfin stendur glansandi á svölunum - grillaðar gæsabringur með öllu tilheyrandi í kvöldmatinn í gær, Guðmundur Þorsteinn sá alfarið um máltíðina... frábært að eiga börn með þessi fínu matreiðslugen og almennan mataráhuga úr föðurfjölskyldu sinni ágætri...
Skemmtilegur fundur hjá mér í gær - pólitísk umræða af bestu gerð ..., samherjar í pólitík geta haft aðeins mismunandi áherslur sem gefa skapandi umræðu...
Aðeins öðruvísi samkoma hjá mér í morgun - Rannveig og Dandý komu í morgunkaffi - það var slúðrað svolítið og hlegið meira - þrælskemmtilegir sagnaþulir þessar náttfatamorgunverðarvinkonur mínar...
Og nú eru það bara stærðfræðiverkefni í hundraðavís sem bíða rauða pennans - annars er ég svoooo montin með árangurinn í þessum stöflum sem ég er búin með - það þornar alveg í rauða pennanum á milli...hornaföll, fjarlægðaformúla og miðpunktsregla vefjast lítið fyrir þessum snillingum mínum.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, Nína mín úr því að Fljótsdalshéraðið mitt fagra datt úr keppninni, þá varð ég náttúrulega að halda með uppeldisstöðvunum, mínum kæra Kópavogi.
En takk fyrir slúður og smjatt í morgun. Bollurnar þínar voru svo góðar að ég veit að eldhúsguðinn hennar mömmu, frú Blöndal hefði beðið þig um uppskriftina ef hún hefði verið viðstödd.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:30
Það gleður mig óskaplega að ég sé ekki sú eina með þetta matarástargen
Fjóla Æ., 27.4.2008 kl. 18:47
oh bollurnar voru æði.. mæli með þeim alla daga
Dandý (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:38
Grillaðar gæsabringur, segirðu?
Hljómar ekki illa, en minnir dálítið á tiltekna máltíð í myndinni um brúðargumann!!!
Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 16:00
Hummmm ..... er ekki bannað að skjóta gæsir á þessum tíma? Ekki trúi ég að þær hafi verið frá því í fyrra!! GLEÐILEGT SUMAR!!!
Bjarki Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.