24.4.2008 | 08:59
Gleðilegt sumar elskurnar
Ég held að vetur og sumar hafi ekki frosið saman hér á Héraðinu, en ég er samt bjartsýn, held að við fáum gott sumar á Héraði - enda er það nú raunin flest sumur - svo hér er um staðreyndir að ræða en ekki spádóma...
Ég á margar skemmtilegar æskuminningar tengdar sumardeginum fyrsta - skrúðgöngur, fánar, skátamessur, nýjar flíkur, litlar sumargjafir og pabbi er afar áberandi í þessum minningum, hlýr og hlæjandi..., mikið er nú gott að geta yljað sér við góðar minningar.
Ein minningin er ljúfsár - nýir skór (flottar mokkasínur með pening í raufinni ofan á ristinni!!) og skrúðganga í Garðabæ, flott blanda en ekkert sérstaklega góð fyrir hælana - mokkasínurnar voru allavega ekki notaðar í einhverja daga eftir skrúðgönguna...
Ég hef reynt að halda í ákveðnar hefðir varðandi sumardaginn fyrsta - sumargjafir og fjölskyldusamveru. Það breytist samt ýmislegt þegar börnin vaxa úr grasi, unglingarnir vilja vera með vinum sínum - en mér finnst þau samt alltaf vilja vera með gamla dótinu ef maður stingur upp á því - svo nú vona ég að ég nái þessum börnum mínum sem hjá mér búa á reiðtúr í dag.
Á hádegisfundi hjá fjölskyldunni í íbúð 203 í Kelduskógablokkinni í gær var tekin ákvörðun um sameignilega fjölskyldusumargjöf - grill - það gamla er endanlega búið á því - allir glaðir og ánægðir með samþykkt fundarins - svo nú þarf bara að framkvæma - Guðmundur Þorsteinn var settur í verkið, mamma borgar...
En nú ætla ég að fara út að hjóla - leikfimihópurinn minn ætlar út að skokka - ég nenni ekki að skokka, ég verð svo gömul í hnjánum af því - svo ég hjóla bara með þeim - svo er það heiti potturinn, unglingarnir mínir sofa - og ég geri ráð fyrir að þau sofi vært þegar ég kem heim aftur.... En megið þið eiga góðan sumardag með ykkar fólki
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhhh, ég sem var að spá í að hringja í þig í morgun og athuga hvort þú kæmir út að hjóla. Jæja, ég kúri bara með Karitas fram að hádegi og bregð mér á hjólið eftir hádegi.
En gleðilegt sumar gæskan og takk fyrir veturinn.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:32
Gleðilegt sumar héða frá Akureyri...gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:00
Gleðilegt sumar,- bongóblíða hér á Akureyri í dag, mín trú er að það lofi sannarlega góðu um sumarið ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:58
Mikið hafa þessir unglingar þínir það gott... bara ef "fullorðna" barnið þitt hefði getið sofið út í morgun En í staðin var hún bara fullorðin, hugsaði um barn sitt og bú.. sakna þess að fá ekki sumargjöf frá þér, en ég vona bara að grillið komi mér e-n tíman að góðum notum
Guðbjörg Anna , 24.4.2008 kl. 23:01
Gleðilegt sumar. Sjáumst á sunnudag í heitu kaffi og hálf klæddar. :)
Dandý (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:35
Halló, halló! Er bara búið að ákveða náttfatamorgunmat án þess að láta mig vita?
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.