Leita í fréttum mbl.is

Íbúalýðræði

Ég er mjög hlynnt íbúalýðræði og tel það undirstöðu þess að samfélag þróist á jákvæðan hátt að íbúar telji sig geta haft áhrif á umhverfi sitt bæði náttúrurlegt og félagslegt.

Þess vegna er ég ánægð með góða mætingu á íbúafundi hér á Fljótsdalshéraði þar sem við erum að kynna vinnuna við nýtt aðalskipulag.  Það var fínn fundur í Brúarási í gærkvöldi - um 40 fundargestir sem flestir höfðu mikið til málanna að leggja komu til að spyrja, uppfræða og gera athugasemdir.  Þema fundarins var ferðaþjónusta og þau áhersluatriði sem mér fannst koma fram voru: Vatnajökulsþjóðgarður og tækifæri honum tengd, hreindýrin og hestaferðir og reiðstígar.

Í öllum þessum málum er samstarf við landeigendur forsenda framþróunar - vona bara að það stoppi okkur ekki af, samsarf er jú gagnkvæmt ferli þar sem allir aðilar máls þurfa að leggja sitt af mörkum...

En - sólin skín enn á Héraðinu - það er notalegt að lifa í voninni um gott helgarveður..Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Gaman að heyra af góðum fundi - mér kemur oft í hug þegar boðað er til fundar, athugasemd frá vinnufélaga mínum í upphafi vinnufundar: Hvernig er það, er meiningin að við eigum bara góða stund hér saman eða á að gera eitthvað með þetta? Best bara bæði - gangi ykkur vel að halda samtalinu og samvinnunni áfram!

Guðrún Helgadóttir, 18.4.2008 kl. 09:53

2 identicon

Takk fyrir góðan vinafund í gærkvöldi - það eru oftast bestu fundirnir sem maður mætir á

Súpan var æðislega góð og kvöldið notalegt.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 07:11

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Gott að fólk er meðvitað um umhverfi sitt og vilji hafa áhrif.

Áfram svo......

Lilja Kjerúlf, 19.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband