Leita í fréttum mbl.is

Vorönnin er að verða búin

Var að gera mér grein fyrir því að þegar kennslu lýkur í dag á ég eftir að kenna 9 daga þetta skólaárið. Fékk létt áfall - en gerði mér svo grein fyrir því að í öllum mínum áföngum er ég í nokkuð góðum málum - yfirferð námsefnis er langt komin og markmið þar með að nást.  Þá þarf bara að fara að skipuleggja síðustu spor nemenda fyrir próf, til að þau spor verði farsæl og árangursrík veit ég af langri reynslu að nú þarf að hvetja og hrósa sem aldrei fyrr - flestir nemendur mínir eru þannig staddir að stærðfræði er ekki þeirra sterkasta hlið og þegar próf nálgast fer sjálfstraustið niður fyrir núll. Þetta birtist í ýmsum myndum - fíflagangur er sennilega algengasta myndin, mitt vopn er að fíflast aðeins á móti og halda svo áfram - virkar oftast Smile

En vorið er að koma - það er yndislegt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nýji bleiki bolurinn þinn geggjað flottur. 

Dandý (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:56

2 identicon

Heyrðu, það var rétt hjá þér þetta með vorið Nína, það kom í gær.

Sennilega er stundum hægt að trúa orðum pólitíkusa

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband