14.4.2008 | 09:44
Fagmennska og pólitík
Ég á stundum svolítið erfitt þegar fólk tekur sig til og bolsótast útí pólitíkusa eins og það eigi lífið að leysa.
Það er eðlilegt að verk manna séu gagnrýnd og auðvitað hafa menn mismunandi skoðanir á forgangsröðun - en mér finnst gagnrýnin á samgönguráðherra afar ómakleg. Þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um ný samgöngumannvirki upp á síðkastið eru ekki gripnar úr lausu lofti - þær eru allar byggðar á margra ára undirbúningsvinnu og samstöðu heimamanna.
Það er afar heppilegt að hafa landsbyggðamann sem samgönguráherra - mann sem þekkir af eigin raun hversu erfitt getur verið að komast á milli staða á landsbyggðinni og hversu takmarkandi það er fyrir dreifðar byggðir að vera einangraðar - stækkun atvinnusvæða er afar mikilvæg fyrir dreifðar byggðar og þar eru samgöngur alger forsenda.
Auðvitað þarf að stórbæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þar eru það umferðaröryggismál sem eiga að stjórna ferðinni.
Þetta tvennt á ekki að þurfa að vera mótsögn - við erum ein þjóð í einu afar víðfeðmu og strjálbýlu landi og landsbyggð og höfuðborg eiga að styðja hver aðra en ekki metast um hver fái meira eins og litlir krakkar...
Það er stórmerkileg lífsreynsla að prófa að vera pólitíkus - mér finnst hlutirnir stundum ganga afar hægt fyrir sig - kerfið þunglamalegt og á köflum vitlaust - en við verðum að halda ró okkar og vinna faglega - fyrirgreiðsla og viðbrögð við hvers kyns hamagangi og uppákomum verða að vera yfirveguð án þess að menn skýli sér á bak við kerfið og geri ekki neitt.
En nú ætla ég að kenna maurunum mínum í stæ 292 meira um hnit og föll...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er ég ekki vinur ?
Dandý (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 14:36
Mér finnst afskaplega þreytandi að hlusta á höfuðborgarbúa tala niður til okkar dreifbýlismanna og dreifbýlismanna tala af fyrirlitningu til höfuðborgarbúa.
Reykjavík er höfuðborgin okkar og við eigum að hafa öfluga höfuðborg, en Reykvíkingar mega heldur ekki gleyma höfuðborgarhlutverki sínu.
Og Nína, ef það er ekki rétt hjá þér að vorið komi í dag eins og þú sagðir, þá hætti ég alveg að taka mark á því sem pólitíkusar segja
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 07:43
Kristján er að reyna að vera samgönguráðherra alls landsins.
Mér hefur fundist að síðustu dagana hafi verið sótt að honum, eins og hann vanræki suðvesturhornið.
Ef betur er að gáð er þetta alls ekki raunin, en það er svo erfitt að gera svo öllum líki.
Jón Halldór Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.