9.4.2008 | 09:44
Það er sól á Héraði
Yndisleg þessi birta - og geislarnir hita allavega yfirborðið... Dreif mig í spinning í morgun eftir nokkuð langt hlé - það var æðislegt að hita stelpurnar aftur - sveittar og hressar, verst að það eru bara tveir morguntímar á viku.
Í dag eru 36 ár síðan ég var fermd í Garðakirkju, 41 ár síðan Helga systir var fermd, 30 ár síðan Hanna Petra, litla systir var fermd, 10 ár síðan hún Guðbjörg Anna mín var fermd og eftir nákvæmlega eitt ár verður hún Berglind Rós mín fermd, að óbreyttu..., stórmerkilegur dagur. Tilefni til að hafa samband við allar þessar systur og dætur - frumburðurinn minn er að fara í próf á eftir...., sendi henni hlýjar kveðjur.
Í dag er forvarnardagurinn, það verður dagskrá hér í skólanum og síðan er Ungmennaþing í Sláturhúsinu - ungmennin ætla að ræða saman um afþreyingarmöguleika og vonandi koma með góðar tillögur um það miklilvæga mál í skólasveitarfélaginu Fljótsdalshérði. Ungmenni þurfa að eiga möguleika á því að hittast og skemmta sér - og sveitarfélag á að koma að því máli - en bara þegar um vímulausa atburði er að ræða - við eigum frábært Ungmennahús - í Sláturhúsinu - sem er dæmigerður vettvangur sveitarfélags til að skapa ungmennum aðstöðu til afþreyingar. Hlakka mikið til að heyra niðurstöður umræðnanna og hvernig Ungmennaráðið leggur til að þessum málum verði háttað hjá okkur...
Svo er 100. fundur bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í dag - við gerum okkur aðeins dagamun að því tilefni. Þessi dagur lítur út fyrir að verða viðburðarríkur hjá mér - vona að þið eigið góðan dag.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú varst æði í spinning.. svo er að mæta í skokk á föstudagsmorgun
Dandý (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:39
Já þetta er sannarlega mikill merkisdagur. Að það séu 30 ár síðan ég fermdist finnst mér engan veginn geta staðist, en svona er þetta víst. En mér finnst allavega voða gott að vera enn "litla systir" - það er þá allaf einhver eldri en ég. En bestur kveðjur til þín, og dætra þinna (stóru systur líka ef þú heyrir/sérð hana), í tilefni dagsins, njótum hans!
Litla systir í Noregi (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:16
Verð að láta í mér heyra líka í tilefni dagsins - svona sem stóra systirin! Til hamingju með daginn allar, bæði systur og frænka. Gaman að eiga sameiginlegan merkisdag - það gefur ánægjulegt tilefni til að takast í hendur - jafnvel þó það verði bara í huganum vegna fjarlægða - og þakka fyrir að eiga góða að. Til hamingju aftur með daginn okkar, stelpur!
Stóra systir og frænka
Helga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.