Leita í fréttum mbl.is

Vor í borginni

Átti frábæra langa helgi í borginni - það var sól og enginn snjór - mér fannst það æði, snjóþröskuldur minn er að verða afar lágur - þoli ekki meir...

Fínir fundir á fimmtudag og föstudag - svo fékk ég gleðikonurnar Sif og Kristínu með mér í bæinn á föstudagskvöldið og við sýndum og sönnuðum og við erum enn sannar glys - og gleðikonur og kunnum að mála bæinn rauðan, húrrrrrrraaaa Whistling

Og aðalverkefni helgarinnar var ekki af verri endanum - ég var amma, klukkan 7 á laugardagsmorguninn hófst dagskráin - sundferð, öndunum (eða meira svönum og gæsum) gefið brauð, keyptur ís, langamma heimsótt, barnaafmæli og matseld um kvöldið - við sofnuðum báðar um níuleytið - gleðiamman var enn þreyttari en hið súperaktíva barn.  Og síðan tók við fagur sunnudagur með heldur einfaldari dagskrá - afasysturnar á Selfossi og afi í mýflugumynd fengu að njóta okkar þann dag...

Mikið er nú gaman að eiga bæði borgarlíf og sveitalíf - hvoru tveggja nauðsynlegt og skemmtilegt og byggðaáherslan að viðhalda þeirri tvíhyggju....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Þú ert ein besta amman sem ég veit um.... ómetanlegt að fá þig um helgina... Karen Rós var svo glöð og ánægð með allt sem þið gerðuð og er ennþá að tala um það allt saman... svo var nú alls ekki slæmt að koma heim í gær og það var búið að taka til, sópa gólf og þrífa smá =)

Þúsund kossar og þakkir á þig mamma mín.. þú ert BEST =)

Vildi að þú værir oftar í heimsókn =)

Guðbjörg Anna , 7.4.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Sammála þér með tvíhyggjuna - borg þarf land og landið þarf borg, við megum ekki samþykkja þá þróun að það séu tvær þjóðir í landinu - lopasokkar og blankskór. Við verðum náttúrlega að geta brugðið undir okkur hvorum betri fætinum sem er!

Guðrún Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég held að það sé rosa gaman að vera amma.

Fjóla Æ., 8.4.2008 kl. 11:50

4 identicon

það var gott veður í borginni en ég sá þig ekki í kringlunni..  hvar varst þú 

Dandý (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband