Leita í fréttum mbl.is

Amma "Lína langsokkur"

Í gær fékk ég þetta yndislega viðurnefni.  Karen Rós dótturdóttir mín hefur fram að þessu aðskilið mig frá öðrum ömmum sínum með því að segja "amma mín". En mamma hennar var að kenna henni að hún ætti fleiri ömmur, ég væri "amma Nína" - það fannst minni dömu nú alltof hversdagslegt svo hún hló ógurlega og ákvað að hér eftir yrði ég "amma Lína langsokkur".

Ég er afar hreykin því hún vill stöðugt horfa á Línu svo ég dreg þá ályktun að henni finnist "amma Nína" ekki mjög leiðinleg..., alltaf er maður nú til í að hreykja sér svolítið. 

En svo fór ég að hugsa áfram - Lína er auðvitað stórmerkilega sögupersóna og ekki slæmt að líkjast henni.  Hún nennir ekki að verða fullorðin, hún lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hún er jákvæð og ekki að velta sér upp úr smáatriðum, heimilishaldið ekki alveg eftir bókum húsmæðraskólanna - þetta með heimilishaldið á ég allavega sammerkt með henni.... o.s.frv - hún er tímalaus persóna sem skemmti minni kynslóð, kynslóð barnanna minna og barnabarnanna.... Astrid Lindgren var auðvitað frábær....

Amma "Lína langsokkur" er enn í vinnunni, að semja próf og stússa ýmislegt - aldrei þessu vant er enginn fundur í dag.  Guðmundur englabossi ætlar að hafa kjöt og karrý í kvöldmatinn, hann var með hreindýrahakk í smjördeigi í gærkvöldi, hann er örugglega alveg búin að gefast upp á "mömmu fundarhesti" í eldamennskunni - en hún er ágæt í að ganga frá sú gamla.  Í kvöld munum við Berglind Rós svo læra fyrir náttúrufræðipróf, verst að hún nær ekki sambandi við þessa skemmtilegu grein...., reyni að sá góðum fræjum í kvöld Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ekki leiðum að líkjast mín kæra!

En fór Lína langsokkur nokkurn tíma á fund?

Sigþrúður Harðardóttir, 29.1.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ef út í það er farið myndi ég líka segja að Lína langsokkur myndi ekki semja próf og hún m yndi heldur ekki hjálpa til við að læra undir náttúrufræðipróf og þaðan af síður að blogga hehe

En mamma er held ég svona nýtískuleg amma lína langsokkur..

Guðbjörg Anna , 30.1.2008 kl. 09:42

3 identicon

er morgunmatur ?

Dandý (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband